Dennis Watt var orkufrekur á Winmau Iceland Open 2019 sem haldið var um helgina. Það átti enginn roð í Skotann sem tapaði einungis þremur leggjum á leið sinni að titlinum. Alex Máni, 14 ára Grindvíkingur sýndi eldri spilurum enga miskunn en hann sigraði meðal annars Úrvalsdeildarmeistarann frá því í fyrra Joseph Doroon á leið sinni í úrslitaleikinn.
Alls voru 48 spilarar skráðir í karlaflokki og 7 í kvennaflokki en spilað var í Hlégarði, Mosfellsbæ við bestu aðstæður. 8 riðlar í karlaflokki og 2 í kvennaflokki voru spilaðir og eftir þá voru 32 manna úrslit karla ljós og undanúrslit hjá konum.
Dennis byrjaði 32 manna úrslitin á að sigra Friðrik Jakobsson 3-0 með 82 í meðaltal. Atli Bjarnason spilaði vel en hann var með 79,1 í meðaltal í 3-0 sigri á Lofti Sveinssyni og Íslandsmeistari unglinga Alex Máni var með 72.7 í meðaltal í 3-0 sigri sínum á Rúnari Árnasyni
Dennis hélt uppteknum hætti í 16 manna úrslitum en þar sigraði hann Leonard Clouston 4-1 með 83,9 í meðaltal. Joseph Doroon spilaði vel en hann vann Karl Helga Jónsson 4-0 með 75,2 í meðaltal. Óvæntustu úrslitin voru þegar Pétur Guðmundsson tapaði 4-1 fyrir Svein Skorra Höskuldssyni sem spilaði vel um helgina.
Sveinn Skorri átti þó ekki möguleika í fjórðungsúrslitunum en Dennis hvítþvoði hann 5-0 með 73,7 í meðaltal. Joseph hélt áfram að spila vel en hann náði að aftengja handsprengjuna Vitor Charrua 5-3 með 76 í meðaltal.
Dennis tók síðan Halla Egils í nefið 6-1 með 86 í meðaltal og Alex Máni fylgdi honum í úrslitaleikinn en hann sigraði Joseph 6-4. Þrátt fyrir að Dennis hafi spilað sinn versta leik í úrslitunum náði Alex ekki að setja nægilega mikla pressu á hann og fór það svo að Dennis fór nokkuð auðveldlega í gegnum úrslitaleikinn 7-1 en Alex má vera stoltur af frammistöðu sinni um helgina.
Petrea Friðriksdóttir hélt áfram sigurgöngu sinni en hún sigraði Meistari Meistaranna fyrr í mánuðinum. Sigurinn kom þó ekki eins þægilega og hjá körlunum en bæði undanúrslitaleikurinn og úrslitaleikurinn fóru í oddalegg. Í undanúrslitunum þá sigraði hún Diljá Töru Helgadóttur 6-5 og í úrslitaleiknum þá höfðu báðir spilarar möguleika á að sigra en Peta tók út og lyfti þar með bikarnum að þessu sinni.
Stjórn ÍPS vill þakka öllum sem komu að þessu móti á einn eða annan hátt kærlega fyrir sitt framlag.
Undirbúningur fyrir Íslandsmótið byrjar nú af fullum krafti en það verður haldið helgina 4-5 maí.
Hér má sjá myndir frá helginni. Búið er að búa til instagram og Snapchat aðgang þar sem koma myndskeið og myndir af öllu sem er að gerast í íslensku pílukasti og um að gera að followa pilukast á Snapchat og pilukastisland á Instagram.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af sigurvegurum í einmenning karla og kvenna:
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…