Categories: Fréttir

WDF World Masters 2022

WDF World Masters er eitt stærsta mót sem WDF heldur hverju sinni og í ár verður það haldið í Assen í Hollandi en mótið verður spilað fimmtudaginn 8. desember næstkomandi. Alls verða 3 mót frá fimmtudegi til mánudags og öll geta þau gefið möguleika á sæti á Heimsmeistaramóti WDF sem er stærsta mót á dagatali WDF. Mótin sem um ræðir eru:

WDF World Masters – 8. desember
WDF World Open – 10 eða 11. desember
WDF World Championship qualifier – 12. Desember

Einnig verður þessa helgi mót fyrir drengi og stúlkur sem ekki hafa orðið 18 ára á keppnisdag sem er 11. desember.

Þónokkrir íslenskir keppendur hafa nú þegar tryggt sér þátttökurétt á WDF World Masters en opið er fyrir alla í World Open og World Championship undankeppnina. Þeir keppendur eru:

Ingibjörg Magnúsdóttir – PFH
María Steinunn Jóhannesdóttir – PFR
Arna Rut Gunnlaugsdóttir – PG
Petrea KR Friðriksdóttir – PFR
Páll Árni Pétursson – PG
Friðrik Diego – PFR
Kristján Þorsteinsson – PFR
Sigurgeir Guðmundsson – PFA
Vitor Charrua – PFH
Matthías Örn Friðriksson – PG
Guðjón Hauksson – PG
Brynja Herborg Jónsdóttir – PFH

Að auki hefur ÍPS 6 boðsmiða sem sambandið getur gefið þeim sem hafa áhuga á að fara á mótið.

ÍPS þarf að tilkynna til WDF eigi síðar en mánudaginn 31. október hvaða keppendur frá Íslandi munu taka þátt og því biðjum við þau sem þegar hafa unnið sér þátttökurétt og þá sem hafa áhuga á að fá boðsmiða frá ÍPS um að senda póst á dart@dart.is fyrir föstudaginn 28. október.

Hér má síðan sjá frétt um mótin á heimasíðu WDF: https://dartswdf.com/news/2022-wdf-world-masters-announcement

ipsdart

Recent Posts

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…

2 dagar ago

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

1 vika ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

3 vikur ago

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…

3 vikur ago

Fyrsta píluþingi lokið – Ný stórn kosin

Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…

4 vikur ago