Fréttir

DARTUNG1 umfjöllun, myndir og streymi

Það var heldur betur líf og fjör í Píluklúbbnum hjá PFH í Hafnarfirði þegar fyrsta umferð DARTUNG fór fram laugardaginn 25. febrúar 2023.
27 keppendur tóku þátt í 4 aldurshópum en aldrei hafa fleiri tekið þátt í unglingamótaröð á vegum ÍPS.

Í flokki stúlkna á aldrinum 13-18 ára sigraði Emilía Rós Hafdal Kristinsdóttir í úrslitaleik gegn Birnu Rós Daníelsdóttur. Í flokki drengja á aldrinum 13-18 ára sigraði Gunnar Guðmundsson í úrslitaleik gegn Snæbirni Inga Þorbjörnssyni. Í 3.-4. sæti voru Róbert Steinn Pétursson og Sveinbjörn Runólfsson

Í flokki stúlkna 12 ára og yngri sigraði Linda Björk Atladóttir í úrslitaleik gegn Guðfinnu Söru Arnórsdóttur. Í 3. sæti var Gabríela Ósk Hólmarsdóttir. Í flokki drengja 12 ára og yngri sigraði Axel James Wright í úrslitaleik gegn Kára Vagni Birkissyni. Í 3.-4. sæti voru Marel Högni Jónsson og Gísli Galdur Jónasson.

Unglingalandsliðsþjálfarar Íslands, þau Brynja Herborg og Pétur Guðmundsson voru á staðnum og fylgdust grant með en nú styttist einmitt í að þau fari að velja úrtakshópa fyrir komandi landsliðsverkefni undir 18 ára landsliðs Íslands. Stjórn ÍPS vill þakka styrktaraðila mótsins PingPong.is sérstaklega fyrir ómetanlegan stuðning. Petrea KR fær sérstakar þakkir fyrir að bjóða fram aðstoð við skipulagningu og skrif. Domino’s Pizza fær einnig þakkir fyrir að gefa keppendum gómsætar pizzur.

2. umferð DARTUNG fer síðan fram sunnudaginn 26. mars í Grindavík. Áætlað er að skráning hefjist í kringum 7. mars nk.

Myndir frá DARTUNG 1

Emilía Rós – 1. sæti
Gunnar – 1. sæti
Linda Björk – 1. sæti
Axel James – 1. sæti
Birna Rós – 2. sæti
Snæbjörn – 2. sæti
Guðfinna – 2. sæti
Kári Vagn – 2. sæti
Gabríela – 3. sæti
Róbert Steinn – 3.-4. sæti
Sveinbjörn – 3.-4. sæti
Marel – 3.-4. sæti
Gísli Galdur – 3.-4. sæti

Streymi frá DARTUNG1

Helgi Pjetur

Recent Posts

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

1 day ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 month ago

Ísl.mót Félagsliða – Dagskrá og Riðlaskipan.

Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…

3 months ago

Fréttatilkynning: Framhalds-aðalfundur o.fl.

ÍPS boðar til framhalds-aðalfundar þar sem ekki tókst að fylla í allar stöðu stjórnar skv…

4 months ago

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja…

4 months ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

5 months ago