
Það var margt um manninn og mikið fjör þegar Íslandsmót Ungmenna 2023 fór fram á Bullseye, Reykjavík sunnudaginn 30. apríl sl. 32 keppendur tóku þátt í þremur aldurshópum en keppt var í U13 drengja og stúlkna, U18 drengja og stúlkna og nú í fyrsta skipti í U21 karla.
U13 stúlkna
Það var hún Linda Björk Atladóttir frá Grindavík sem varð Íslandsmeistari eftir úrslitaleik gegn Guðfinnu Söru Arnórsdóttir, líka frá Grindavík, sem hafnaði í 2. sæti.



U13 drengja
Axel James Wright varð Íslandsmeistari U13 ára eftir úrslitaleik gegn Marel Högna Jónssyni sem hafnaði í 2. sæti. Í 3. – 4. sæti voru Kári Vagn Birkisson og Gísli Galdur Jónasson. Alls tóku 7 drengir þátt í þessum aldurshópi.




U18 stúlkna
Emilía Hafdal Kristinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Birnu Rós Daníelsdóttur sem hafnaði í 2. sæti. Í 3. – 4. sæti voru þær Regína Sól Pétursdóttir og Nadía Ósk Guðmundsdóttir. 5 stúlkur kepptu í þessum aldursflokki.




U18 drengja
Gunnar Guðmundsson varð Íslandsmeistari eftir úrslitaleik gegn Tristani Yl Guðjónssyni sem hafnaði í 2. sæti. Gunnar tryggði sér einnig sæti í Úrvalsdeild Stöð2 Sport. Í 3. – 4. sæti voru þeir Henrik Hugi Helgason og Orri Arason. Alls kepptu 15 drengir í þessum aldursflokki.



U21 drengja
Í ár var í fyrsta skipti var keppt á Íslandsmóti í flokki U21 árs. Það var Reykjavíkurleika-meistarinn Alexander Veigar Þorvaldsson sem varð Íslandsmeistari eftir úrslitaleik gegn Alex Mána Péturssyni. 4 drengir kepptu í þessum aldursflokki. Í 3. – 4. sæti voru þeir Ágúst Örn Vilbergsson og Helgi Harðarson.




ÍPS langar að þakka styrktaraðila ungliðastarfs ÍPS, PingPong.is sérstaklega fyrir stuðninginn sinn og þakka í leiðinni öllum sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagningu og mótstjórn.