Fréttir

Úrvalsdeild 2023 – 32 sæti í boði. Svona tryggir þú þér þátttökurétt

Úrvalsdeildin verður aftur á dagskrá í haust, en í þetta sinn verður hún enn stærri og veglegri en í fyrra. Deildin verður tvöfalt stærri í ár en spilaðir verða átta 4 manna riðlar á Bullseye næsta haust í stað fjögurra. Allir leikir verða að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Nánari upplýsingar verða kynntar síðar. ATH! ÍPS áskilur sér rétt á að uppfæra fyrirkomulagið eftir þörfum.

Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Listinn verður uppfærður um leið og leikmenn tryggja sér þátttökurétt. Nánari reglur um þátttökurétt er að finna undir töflunni.

Undankeppnir Úrvalsdeildar 2023

Reglur um þátttökurétt:

  1. Ef leikmaður í 1. sæti RIG (Reykjavík International Games) hefur núþegar tryggt sér þátttökurétt færist plássið í ÍPS val (Wildcard).
  2. Ef leikmaður í 1. – 7. sæti Gulldeildar – 3. umferð í Novis deildinni hefur núþegar tryggt sér þátttökurétt þá eru næstu sæti sem tekin eru inn í staðinn í eftirfarandi röð:
    • 1. sæti – Silfurdeild
    • 8. sæti – Gulldeild

      Þetta þýðir t.d. að ef Vitor Charrua (sem þegar hefur tryggt sér þátttökurétt) tekur þátt og lendir í 1. – 7. sæti Gulldeildar, 3. umferð NOVIS, þá tryggir 1. sæti í silfurdeild þátttökurétt í Úrvalsdeildinin. Ef fleiri en 2 leikmenn hafa þegar tryggt sér þátttökurétt, þá færast næstu sæti í ÍPS val (Wildcard)

  3. Ef leikmaður í 1. – 3. sæti Gulldeildar NA – 3. umferð í Novis deildinni hefur núþegar tryggt sér þátttökurétt þá eru næstu sæti sem tekið er inn í staðinn í eftirfarandi röð:
    • 4. sæti – Gulldeild NA
    • 5. sæti – Gulldeild NA

      Ef fleiri en 2 leikmenn hafa þegar tryggt sér þátttökurétt, þá færast næstu sæti í ÍPS val (Wildcard)
  4. Þrjú bestu meðaltöl kvenna í 3. umferð NOVIS deildar tryggja þátttökurétt í Úrvalsdeild. Meðaltöl gilda í öllum deildum í Reykjavík og Norð-Austur. Ekki verður notast við meðaltöl fyrri umferða NOVIS.
  5. Ef leikmenn í 1. og 2. sæti í Íslandsmóti karla hafa núþegar tryggt sér þátttökuréttt þá eru næstu sæti sem tekin eru í staðin 3. og 4. sæti í Íslandsmóti. Ef þau sæti hafa líka áður tryggt sér þátttökurétt bætist viðeigandi fjöldi plássa við ÍPS val (Wildcard)
  6. Ef leikmenn í 1. og/eða 2. sæti í Íslandsmóti kvenna hafa núþegar tryggt sér þátttökuréttt þá eru næstu sæti sem tekin eru í staðin 3. og 4. sæti í Íslandsmóti. Ef þau sæti hafa líka áður tryggt sér þátttökurétt bætist viðeigandi fjöldi plássa við ÍPS val (Wildcard)
  7. Ef Íslandsmeistarar U18 og U21 hefa þegar tryggt sér þátttökurétt þá er næsta sæti sem tekið er inn 2. sæti í Íslandsmótum U18 og U21. Ef 2. sætið hefur líka áður tryggt sér þátttökurétt bætist viðkomandi pláss í ÍPS val (Wildcard)
  8. Ef Stigameistari U18 karla hefur núþegar tryggt sér þátttökurétt færist plássið í ÍPS val (Wildcard)

    Uppfært 21. maí 2023: Núverandi stigameistari U18 karla er Alexander Veigar Þorvaldsson. Hann hefur núþegar tryggt sér sæti og því færist þetta pláss í ÍPS val. Næsti stigameistari U18 karla verður ekki krýndur fyrr en að lokinni DARTUNG 4 þann 28. október nk.
  9. Ef leikmaður þarf einhverra hluta vegna að afboða þátttöku sína í Úrvalsdeild færist plássið í ÍPS val (Wildcard)


Undankeppnir:

Undankeppnir fara fram í apríl og maí. Allar undankeppnir eru opin mót sem allir félagsmenn í ÍPS geta tekið þátt í. Leikmenn sem hafa núþegar tryggt sér sæti í gegnum NOVIS eða Íslandsmót mega ekki taka þátt í þessum sérstöku undankeppnum aðildarfélaga.

Haldnar verða 6 undankeppnir (2 á höfuðborgarsvæðinu og 4 á landsbyggðinni). Ef undankeppni fellur niður eða ekki næst að halda undankeppni af einhverjum ástæðum, færast þátttökusæti í ÍPS val.

ÍPS val:

ÍPS val (Wildcard) eru sæti sem landsliðsþjálfarar ÍPS velja úr hópi leikmanna sem ekki hafa tryggt sér þáttökurétt í gegnum ÍPS mótin eða undankeppnir aðildarfélaga. Þau sæti verða tilkynnt þann 31. maí 2023.

Í upphafi er um tvö pláss að ræða en líklegt þykir að þeim fjölgi upp í þrjú til fjögur pláss eftir því sem líður á árið ef leikmenn sem hafa þegar tryggt sér þátttökurétt lenda í þátttökurétts-sætum í öðrum mótum.

Athugasemdir eða spurningar má senda á stjórn á dart@dart.is

Helgi Pjetur

Recent Posts

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

2 days ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 month ago

Ísl.mót Félagsliða – Dagskrá og Riðlaskipan.

Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…

3 months ago

Fréttatilkynning: Framhalds-aðalfundur o.fl.

ÍPS boðar til framhalds-aðalfundar þar sem ekki tókst að fylla í allar stöðu stjórnar skv…

4 months ago

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja…

4 months ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

5 months ago