Úrvalsdeildin verður aftur á dagskrá í haust, en í þetta sinn verður hún enn stærri og veglegri en í fyrra. Deildin verður tvöfalt stærri í ár en spilaðir verða átta 4 manna riðlar á Bullseye næsta haust í stað fjögurra. Allir leikir verða að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Nánari upplýsingar verða kynntar síðar. ATH! ÍPS áskilur sér rétt á að uppfæra fyrirkomulagið eftir þörfum.
Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Listinn verður uppfærður um leið og leikmenn tryggja sér þátttökurétt. Nánari reglur um þátttökurétt er að finna undir töflunni.
Undankeppnir fara fram í apríl og maí. Allar undankeppnir eru opin mót sem allir félagsmenn í ÍPS geta tekið þátt í. Leikmenn sem hafa núþegar tryggt sér sæti í gegnum NOVIS eða Íslandsmót mega ekki taka þátt í þessum sérstöku undankeppnum aðildarfélaga.
Haldnar verða 6 undankeppnir (2 á höfuðborgarsvæðinu og 4 á landsbyggðinni). Ef undankeppni fellur niður eða ekki næst að halda undankeppni af einhverjum ástæðum, færast þátttökusæti í ÍPS val.
ÍPS val (Wildcard) eru sæti sem landsliðsþjálfarar ÍPS velja úr hópi leikmanna sem ekki hafa tryggt sér þáttökurétt í gegnum ÍPS mótin eða undankeppnir aðildarfélaga. Þau sæti verða tilkynnt þann 31. maí 2023.
Í upphafi er um tvö pláss að ræða en líklegt þykir að þeim fjölgi upp í þrjú til fjögur pláss eftir því sem líður á árið ef leikmenn sem hafa þegar tryggt sér þátttökurétt lenda í þátttökurétts-sætum í öðrum mótum.
Athugasemdir eða spurningar má senda á stjórn á dart@dart.is
Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…
Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…
Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…
Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…
WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…