- This event has passed.
Íslandsmót 501 tvímenningur
3. November 2024 kl. 11:00 - 17:00
Íslandsmótið í 501 tvímenning 2024 verður haldið á Bullseye sunnudaginn 3. nóvember 2024. Þátttökurétt hafa allir skráðir félagsmenn aðildarfélaga ÍPS. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum í riðlum og útslætti.
Spilað verður best af 5 í riðlakeppni, best af 7 í útslætti, best af 9 í undanúrslitum og best af 11 í úrslitaleik.
Húsið opnar kl. 09:00 en keppni hefst stundvíslega kl. 10:30. Keppendur þurfa að vera mættir og búnir að skrá sig inn amk 45 mínútum áður en keppni hefst.
Skráning og greiðsla:
Skráning er hafin og skráningarfrestur er til kl. 12:00, laugardaginn 2. nóvember 2024.
Þátttökugjald er 4.000kr per lið.
Reglur um afskráningu í mótum ÍPS, endurgreiðslur og inneignir er hægt að skoða HÉR
ATH takkinn sem vísar á síðuna með skráðum keppendum tekur smá stund að hlaðast inn