Lengjubikarinn

ÍPS kynnir með stolti í samvinnu við Íslenskar Getraunir Lengjubikarinn 2019!

Lengjubikarinn 2019 er 8 móta sería þar sem spilarar vinna sér inn stig.
4 efstu á þessum stigalista vinna sér sæti í Lengjudeildinni 2019.

  1. umferð: 24. júlí
  2. umferð: 31. júlí
  3. umferð: 7. ágúst
  4. umferð: 14. ágúst
  5. umferð: 21. ágúst
  6. umferð: 28. ágúst
  7. umferð: 4. sept
  8. umferð: 11. sept

Spilað verður til skiptis hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur og hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar.

Spilað er beinn útsláttur, best af 9 leggjum og er dregið blint í hvert mót. Allar umferðir eru sýndar í beinni útsendingu af Live Darts Iceland . Ekki er kynjaskipt í Lengjubikarnum.