U18

Annað hvert ár er haldið evrópumót ungmenna, og er það stefna ÍPS að koma á fót landsliði sem mun keppa árið 2017. Landslið ungmenna samanstendur af 4 drengjum og 2 stúlkum sem ekki hafa náð 18 ára aldri á lokadegi evrópumótsins.

Pílukast reynir á einbeitingu, útsjónarsemi og ekki síst þá dyggð að bera virðingu fyrir mótspilurum.

Til að styðja við greinina viljum við bjóða fram aðstoð okkar við að kynna pílukast.

Ef þitt héraðsamband, skóli eða félagsheimili óskar eftir aðstoð til að setja upp spjald, og kenna grunnþætti í pílukasti endilega hafið samband við okkur á dart@dart.is