Íslandsmót Öldunga – Úrslit

Sigurður Aðalsteinsson úr Pílufélagi Reykjanesbæjar varð í dag Íslandsmeistari Öldunga en þátttökurétt hafa allir meðlimir ÍPS sem eru orðnir eða verða 50 ára á árinu. Alls mættu 20 manns á mótið sem haldið var í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur.

Sigurður var með hæsta meðaltal allra sem tóku þátt (64,78) og fékk hann einnig verðlaun fyrir hæsta útskot (128). Verðlaun fyrir fæstar pílur fékk Karl Helgi Jónsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur (18).

Á leið sinni að titlinum vann Sigurður Ívar Jörundsson í 16 manna úrslitum, Friðrik Diego í fjórðungsúrslitum, Þorgeir Guðmundsson í undanúrslitum og Karl Helga Jónsson í úrslitum.

Hægt er að skoða öll úrslit og tölfræði úr mótinu hér:
https://tv.dartconnect.com/eventmenu/islandmot20

ÍPS vill þakka öllum sem komu að mótinu í ár og óskar vinningshöfum innilega til hamingju. Næsta mót á vegum ÍPS er undankeppni Meistari Meistaranna sem haldin er hjá öllum pílufélögum sambandsins þann 6. febrúar en fyrstu 4 stigamót ársins verða spiluð helgina 8-9. febrúar í aðstöðu Píludeildar Þórs.