Loading Viðburðir

« Viðburðir

  • Þessum viðburði er lokið

Grand Prix 2024

16. júní kl. 10:30 - 17:00

Um Grand Prix

Grand Prix 2024 verður haldið sunnudaginn 16. júní 2024 í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2.  Allir pílukastarar sem hafa gilda skráningu í einu af aðildarfélögum ÍPS geta skráð sig í mótið.

Ef þú ert ekki núþegar skráð/ur í aðildarfélag þá getur þú gert það með því að fylla út skráningu í ÍPS hér. (ATH þetta er ekki skráning í Grand Prix, hún er neðst á þessari síðu.)

Staðsetning, fyrirkomulag og reglur

Spilað verður 501 einmenningur, DIDO (Double-in, Double-out) í riðlum og útslætti en spilafyrirkomulag ræðst af fjölda þátttakenda. Keppt verður bæði í karla- og kvennaflokki.  Stefnt er að því að spila svokallað “setplay” í útslætti en nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar skráningarfjöldi liggur fyrir.

Leikir í öllum riðlum hefjast kl. 10:30 en húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðlakeppninnar.  

Styrkleikaraðað verður í riðla og verður farið eftir stigalista ÍPS.

Verðlaunafé (bæði í karla- og kvennaflokki) fyrir fyrsta sæti er 20.000 kr.  Fyrir annað sæti 10.000 kr. og þriðja sæti 5.000 kr.  ATH! Verðlaunafé verður gefið sem inneign hjá ÍPS og má nota uppí kostnað tengdan pílumótum innanlands sem og erlendis.

Skráning & greiðsla

Skráning er hafin og skráningarfrestur er til kl. 12:00 (hádegi), laugardaginn 15. júní 2024.

Reglur um afskráningu í mótum ÍPS, endurgreiðslur og inneignir er hægt að skoða HÉR

Nánar

Dags:
16. júní
Tími:
10:30 - 17:00

Skipuleggjandi

ÍPS
Email
dart@dart.is
Heimasíða

Staðsetning

Pílukastfélag Reykjavíkur (PFR)
Tangarhöfði 2
Reykjavík, 110 Iceland
+ Google Map