Loading Viðburðir

« Viðburðir

  • Þessum viðburði er lokið

Íslandsmót Félagsliða 2025

30. ágúst kl. 08:00 - 31. ágúst kl. 17:00

Nú er komið að því.

Stærsta félagsliðamót pílunnar á Íslandi.
Það eru 12 aðildarfélög sem taka þátt í ár, 88 karlar og 16 konur.

 

Þáttakendur í ár eru:

  • Pílukastfélag Reykjavíkur
  • Pílufélag Grindavíkur
  • Pílufélag Reykjanesbæjar
  • Pílukastfélag Skagafjarðar
  • Pílufélag Akraness
  • Píludeild Þórs
  • Pílukastfélag Hafnarfjarðar
  • Pílufélag Dalvíkur
  • Píludeild Skallagríms
  • Pílufélag Kópavogs
  • Íþróttafélagið Snóker & Pool

Vegna gríðarlegs fjölda þáttakenda í ár var ekki séð fram á að hægt væri að spila riðla í tvímenningi og var því ákveðið eftir mikið moð að spilaður yrði beinn útsláttur í bæði einmenningi og tvímenningi.

Búið er að setja upp útsláttinn en hann er birtur með fyrirvara um breytingar. Við teljum þó litlar líkur á að svo verði.

Við minnum keppendur einnig á Keppnis- og Mótareglur ÍPS og þá sérstaklega varðandi klæðnað og háttvísi.

 

Laugardagur 30. ágúst

Kl. 08:30 : Húsið opnar
Kl. 10:00 : Tvímenningur byrjar, bæði KK og KVK.
Kl. 14:30 : Einmenningur byrjar (gæti byrjað fyrr ef allt gengur vel)


Útsláttur verður spilaður eftir grúbbum, ekki tíma, svo við klárum fyrst 128 og 64 manna útslætti áður en við byrjum á 32 manna.

 

Sunnudagur 31. Ágúst

Kl. 08:30 : Húsið opnar.
Kl. 10:00 : Liðakeppni byrjar (ef úrslitaleikir einmennings klárast ekki á laugardegi, mun hann verða kláraður áður en liðakeppni byrjar)

 

Hægt er að sjá upsetta útslætti á meðfylgjandi tenglum:

Tvímenningur KK

Tvímenningur KVK

Einmenningur KK

Einmenningur KVK

Liðamót KK og KVK

Einnig er hægt að fylgjast með streymi 

Live streymi frá Live Darts Iceland

 

Virðum leikinn, virðum hvort annað og game on 🎯

Nánar

Start:
30. ágúst kl. 08:00
End:
31. ágúst kl. 17:00
Viðburður flokkar:
,

Staðsetning

Bullseye
Snorrabraut 37
Reykjavík, Austurbær 105 Iceland
+ Google Map
Phone
4546000
Heimasíða