
- Þessum viðburði er lokið
Íslandsmót Félagsliða 2025
Nú er komið að því.
Stærsta félagsliðamót pílunnar á Íslandi.
Það eru 12 aðildarfélög sem taka þátt í ár, 88 karlar og 16 konur.
Þáttakendur í ár eru:
- Pílukastfélag Reykjavíkur
- Pílufélag Grindavíkur
- Pílufélag Reykjanesbæjar
- Pílukastfélag Skagafjarðar
- Pílufélag Akraness
- Píludeild Þórs
- Pílukastfélag Hafnarfjarðar
- Pílufélag Dalvíkur
- Píludeild Skallagríms
- Pílufélag Kópavogs
- Íþróttafélagið Snóker & Pool
Vegna gríðarlegs fjölda þáttakenda í ár var ekki séð fram á að hægt væri að spila riðla í tvímenningi og var því ákveðið eftir mikið moð að spilaður yrði beinn útsláttur í bæði einmenningi og tvímenningi.
Búið er að setja upp útsláttinn en hann er birtur með fyrirvara um breytingar. Við teljum þó litlar líkur á að svo verði.
Við minnum keppendur einnig á Keppnis- og Mótareglur ÍPS og þá sérstaklega varðandi klæðnað og háttvísi.
Laugardagur 30. ágúst
Kl. 08:30 : Húsið opnar
Kl. 10:00 : Tvímenningur byrjar, bæði KK og KVK.
Kl. 14:30 : Einmenningur byrjar (gæti byrjað fyrr ef allt gengur vel)
Útsláttur verður spilaður eftir grúbbum, ekki tíma, svo við klárum fyrst 128 og 64 manna útslætti áður en við byrjum á 32 manna.
Sunnudagur 31. Ágúst
Kl. 08:30 : Húsið opnar.
Kl. 10:00 : Liðakeppni byrjar (ef úrslitaleikir einmennings klárast ekki á laugardegi, mun hann verða kláraður áður en liðakeppni byrjar)
Hægt er að sjá upsetta útslætti á meðfylgjandi tenglum:
Einnig er hægt að fylgjast með streymi
Live streymi frá Live Darts Iceland
Virðum leikinn, virðum hvort annað og game on 🎯