Loading Viðburðir

« Viðburðir

  • Þessum viðburði er lokið

Dartung 2025 – 4. umferð

18. október kl. 10:00 - 17:00
1500 kr.

Fjórða umferð DARTUNG 2025 verður haldið laugardaginn 18. október og verður haldið í aðstöðu PFA (Pílufélag Akranes), Vesturgötu 130.

Húsið opnar kl 10:00 og leikir hefjast kl 11:00.
Vinsamlegast staðfestið skráningu 40 mínútum áður en leikir hefjast.

Allir pílukastarar á aldrinum 9-18 ára (fæddir 2007-2016) geta tekið þátt í þessari mótaröð en spiluð verða 4 mót á árinu 2025. Stig verða gefin fyrir árangur og 12 mánaða rúllandi stigalisti mun halda utan um árangur allra keppenda.

Stigameistarar í öllum flokkum fá einnig verðlaun eftir mótið.

Mótaröðin verður aldurs- og kynjaskipt ef næg þátttaka fæst og spilaðir verða riðlar + útsláttur.

DARTUNG verður skipt í aldurshópana 9-13 ára og 14-18 ára. Miðað er við árið og eru því allir krakkar sem eru orðnir 9 ára á árinu velkomnir og unglingar sem verða 18 ára á þessu ári fá einnig þátttökurétt á mótaröðinni.

Þátttökugjald verður 1500 kr. pr. keppanda.

Stig verða gefin fyrir árangur í mótunum og verða þau sem hér segir:

1 sæti: 30 stig
2 sæti: 20 stig
3.-4. sæti: 15 stig
5.-8. sæti: 10 stig
9.-16. sæti: 5 stig

Hægt verður að skrá sig til 18:00 á fimmtudaginn 16. september.

Ef foreldrar eru að skrá inn systkyni þá má ekki notast við sama e-mail því DartConnect leyfir ekki notkun á sama e-mail á mismunandi leikmönnum.

Ef keppendur fara í vitlausan keppnisflokk, þá verður það lagfært við uppsetningu móts.

Ef koma upp vandamál með skráningu skal senda póst á events@dart.is og fyrirspurn verður svarað eins fljótt og hægt er.

Almennar spurningar varðandi dartung og annað starf barna og unglingaráðs ÍPS má senda á u18@dart.is

Nánar

  • Dags: 18. október
  • Tími:
    10:00 - 17:00
  • Verð: 1500 kr.
  • Viðburður flokkur:

Skipuleggjandi

Staðsetning