Stjórn ÍPS vill tilkynna pílukastara ársins 2024 en kosning fór fram í vor en afhending viðurkenningarinnar tafðist aðeins og fór fram á Íslandsmóti félagsliða í enda ágúst.

Í karlaflokki hlaut Matthías Örn Friðriksson viðurkenninguna en Matthías átti afburða gott ár 2024 en þótt margir áttu tilkall til að hljóta þessa viðurkenningu þá taldi dómnefnd hann standa uppúr og bar sigur í yfirgnæfandi kosningu.

• 1. Sæti – Íslandsmót 501 – Einmenningur karla

• 1. Sæti – Íslandsmót Krikket – Einmenningur Karla

• Floridanadeildin – 1. Sæti – Umferð 2

• Landsliðsmaður 2024

Í kvennaflokki hlaut Brynja Herborg viðurkenninguna en eins Matthías þá átti Brynja afburða gott ár 2024 og hlaut hún sigur í kosningu stjórnar.

• 1. Sæti – Grand Prix meistari kvenna

• 1. Sæti – Íslandsmót 501 – Einmenningur kvenna

• 1. Sæti – Íslandsmót Krikket – Einmenningur kvenna

• 1. Sæti – RIG – Einmenningur kvenna

• Floridanadeildin – Stigameistari kvenna 2024

• Landsliðskona 2024

Stjórn ÍPS óskar Matthíasi og Brynju innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.