Íslandsmótið í Cricket fer fram í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar helgina 19-20. október næstkomandi. Spilaður er einmenningur á laugardeginum og tvímenningur á sunnudeginum.

Laugardagur 19. október
Einmenningur karla og kvenna. Húsið opnar kl. 09:00. Byrjað að spila kl. 11:00. Best af 3 í riðlum og útsláttur best af 5 fram að undanúrslitum en þar er spilað best af 7. Úrslitaleikir eru best af 9. Þátttökugjald 2.500kr.

Sunnudagur 20. október
Tvímenningur karla og kvenna. Húsið opnar kl. 11:00. Byrjað að spila kl. 13:00. Best af 3 í riðlum og útsláttur best af 5 fram að undanúrslitum en þar er spilað best af 7. Úrslitaleikir eru best af 9. Þátttökugjald 3.000kr á par.

Skráning á staðnum til kl. 10:00 á laugardag og kl. 12:00 á sunnudag. Einnig er hægt að skrá sig hér:
Einmenningur:

Tvímenningur: