Stjórn ÍPS hefur ákveðið að koma á fót Norðausturdeild innan NOVIS deildarinnar sem er í boði fyrir pílukastara á Norður- og Austurlandi. Spilað verður í aðstöðu Píludeildar Þórs sunnudaginn 23. janúar næstkomandi.
Fyrstu leikir í öllum deildum hefjast kl. 10:30
Fyrirkomulag deildarinnar er sú sama og í deildum fyrir sunnan og gilda sömu reglur. Hægt er að lesa nánar um deildina HÉR
Keppendur geta því ráðið hvort þeir spila fyrir norðan eða sunnan og verður sama heildarskor reiknað fyrir alla keppendur. Keppendur geta einnig valið að spila eina umferð fyrir norðan og næstu fyrir sunnan eftir því hve hentar hverju sinni og mun heildarskor keppanda fylgja þeim við val í þá deild sem þeir skrá sig í.
Þeir keppendur sem þegar hafa skráð sig og vilja frekar spila í Norðausturdeildinni geta skráð sig aftur hér fyrir neðan.
Skráningu lýkur í Norðausturdeild NOVIS laugardaginn 22. janúar kl. 12:00.
Þátttökugjald er 3.500 kr og skal greiðast með millifærslu fyrir lok skráningarfrests. Hægt er að millifæra á:
Kt. 470385-0819
Rn. 0301-26-014567
Skráða keppendur er hægt að sjá með því að smella HÉR
Skráning er hér fyrir neðan: