ADC eða Amateur Darts Circuit er nýtt pílusamband sem hefur þann tilgang að búa til stærri og fleiri tækifæri fyrir þá sem að vilja verða úrvals pílukastarar.
Það má segja að ADC sé í raun skrefið á undan PDC (Professional Darts Corporation).
Leikmenn með “tourcard” hjá PDC hafa ekki leyfi til þess að taka þátt í mótum á vegum ADC. 

Þann 6. ágúst verður ADC Scandinavia haldið á Bullseye, og þeir tveir karlmenn sem komast í úrslit, og konan sem sigrar fá þátttökurétt á heimsmeistaramóti ADC 1. – 5. desember 2022. 

Öll þrjú fá flug (ákveðin upphæð), gistingu og þátttökugjald í verðlaun

Það er því til mikils að vinna!

Keppt verður í beinum útslætti, karlarnir byrja að keppa klukkan 11.00, og konurnar klukkan 13.00 – það þarf að skrá sig inn að lágmarki klukkutíma fyrir mót (karlar klukkan 10.00, konur 12.00)

Karlar

64 manna best af 7
32 manna best af 9
16 manna best af 9
8 manna best af 9
4 manna best af 11
Úrslit best af 11

Konur

32 manna best af 7
16 manna best af 9
8 manna best af 9
4 manna best af 11
Úrslit best af 11
Valdir leikir verða í beinni 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Bullseye 6. ágúst

Hægt er að skrá sig og greiða þátttökugjaldið með því að smella HÉR

Hér má skoða myndband með upplýsingum hvernig á að skrá sig
https://fb.watch/erTW_cXmLB/