- Þessum viðburði er lokið
Úrvalsdeildin 2023 – C riðill
13. september 2023 kl. 19:30 - 22:00
C-riðill Úrvalsdeildarinnar fer fram miðvikudaginn 13. september á Bullseye Reykjavík og í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Í riðlinum mætast Grindvíkingarnir Matthías Örn, þrefaldur Íslandsmeistari (2020-2022) og Atli Kolbeinn Atlason ásamt Kittu Einars úr Pílufélagi Reykjanesbæjar og Þorgeiri Guðmundssyni, margföldum Íslandsmeistara úr Pílukastfélagi Reykjavíkur en hann hefur eins og Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2009, 2010 og 2013.
Núþegar hafa tveir keppendur tryggt sér sæti í 8 manna úrslitum, en það eru þeir Hörður Þór Guðjónsson og Arngrímur Anton Ólafsson.
Deildin er tvöfalt stærri í ár með 32 þátttakendum en spilaðir verða átta riðlar með 4 leikmönnum hver á miðvikudagskvöldum á Bullseye.
Nánari upplýsingar verða kynntar síðar en hægt er að sjá hverjir hafa tryggt sér þátttökurétt hér