Stjórn ÍPS boðar hér með til aðalfundar þann 11. mars næstkomandi að Tangarhöfða 2, og á Skype klukkan 18:30.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Gjaldkeri leggur fram skoðaða reikninga
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
    • Reikningar bornir undir atkvæði
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum
    • Lagabreytingar bornar undir atkvæði, sjá neðst í fréttinni.
  7. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðanda skv. 9 grein sambandsins.
  8. Aðrar tillögur – Þær bornar undir atkvæði
    • Sameining karla og kvennapílu á mótum ÍPS
    • 9 pílu sjóður – Breyta reglunum að það skipti ekki máli á hvaða móti 9 pílu leikur er gerður.
    • Uppfæra Íslandsmeistarabikara / Búa til nýjan farandsbikar

Allar tillögur skulu berast ÍPS á dart@dart.is 5 dögum fyrir aðalfund ef þær eiga að vera teknar til umræðu á fundinum.

Kosningar á aðalfundi skulu vera leynilegar sé þess óskað, annars úrskurðuð með handauppréttingu. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála.