Auka-aðalfundur 2019

Auka aðalfundur ÍPS var haldinn 11. desember kl. 18:30 að Tangarhöfða 2.

Viðstaddir í Reykjavík: Matti, Arna, Lóa, Ólafur, Þorgeir,Þórólfur, Björgvin, Ingibjörg og Vitor.

Viðstaddir á Akureyri: Bjarni, Guðrún, Ýmir, Gerður, Atli og Hinrik.

1. Kosning fundarstjóra og ritara.
Ólafur var kosin fundarstjóri og Þórólfur ritari.

2. Ársreikningur.
Ólafur gerði grein fyrir ársreikningi fyrir árið 2018. Ársreikningur fyrir 2019 verður tilbúinn í janúar 2020.

3: Kosning lagabreytinga.
Kosningu frestað fram að aðalfundi að tillögu Viðars.

4 Önnur mál.
Úrtakshópur kynntur.

Athugasemd kom frá Hinrik er varðar val á landsliði og stigamóti.

Matti fjallaði um fyrirkomulag Úrvalsdeildarinnar árið 2020.

Breyting tilkynnt á Winmau Iceland Open. Í stað tvímennings á sunnudegi verður einmenningsmót undir heitinu Iceland Masters og gefur það einnig BDO/WDF stig.

Dagatal var kynnt.

Tillaga frá Akureyri um Íslandsmót. Hún var um að 8-9 febrúar verður Íslandsmót í 501 í Reykjavík og Íslandsmótið í 301 á Akureyri færist í maí. Tillagan verður rædd innan stjórnar ÍPS.

Sömuleiðis athugasemd með skráningu á mót að keppendur verða að borga degi fyrr en keppni fer fram þannig að endanleg skráning liggur fyrir. Þetta verður sömuleiðis tekið á innan stjórnar ÍPS.

Að lokum var Pílukastfélag Fjarðabyggðar samþykkt sem aðildarfélag ÍPS. 

Fundi slitið kl 19:20

Glærur frá fundinum má sjá hér:

%d bloggers like this: