
Brynja Herborg og Alexander Veigar Þorvaldsson eru sigurvegarar Reykjavík International Games í Pílukasti annað árið í röð en þau voru einnig í fyrsta sæti í fyrra. Brynja lagði Árdísi Sif í úrslitaleik kvenna 4-0 en Brynja náði því einstaka afreki að tapa ekki einum legg í gegnum allt mótið. Alexander sigraði læriföður sinn, Pétur Rúðrik, í hörku úrslitaleik sem fór 5-3. Leikirnir voru í beinni útsendingu frá Laugardalshöllini á Stöð 2 Sport.
Alls tóku 85 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram föstudaginn 26.janúar og svo útsláttarkeppni laugardaginn 27.janúar á Bullseye, Reykjavík.
Hörður Þór Guðjónsson og Halli Egils voru í 3. – 4. sæti karla og Svana Hammer og Ólöf Heiða Óskarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.




