Rúmlega þrjátíu Íslendingar lögðu land undir fót og tóku þátt í Torshavn og Færeyska Open mótinu sem fram fór nú um helgina. Mótið fór fram í samkomuhúsinu Glasir þar sem búið var að koma fyrir rúmlega þrjátíu píluspjöldum en keppendur voru hátt í 160 talsins.

Þarna voru fjölmargir Íslendingar sem voru að taka þátt í sínu fyrsta erlenda móti en hópin skipuðu einnig þekktar landsliðskempur einsog Vitor Charrua, Haraldur Birgisson og Brynja Herborg.

Á föstudeginum var upphitunarmót þar sem keppt var í tvímenning karla og kvenna en þar náðu Árni Ágúst og Dilyan Kolev að komast alla leið í úrslitaleik karla gegn þeim Edwin Torbjörnsson og Björn Lejon. Svíarnir tóku fyrsta leggin en Ágúst og Dilyan næstu tvo og sneri leiknum sér í vil 2-1. Svíarnir greinlega séð að þetta par var ekkert lamb að leika sér við. Þeir settu í fluggírinn og tóku þrjá leggi í röð og þar með sigurinn 4-2. Edwin og Dilyan áttu svo eftir að koma betur við sögu þegar á leið á helgina.

Kvenna megin náðu Brynja Herborg og hin sænska Milou Emriksdotter einnig að komst í úrslita leik gegn Isabelle Nordskog og Michelle Merlit. Íslenskar konur í sitthvoru liðinu. Sá leikur var jafn og spennandi alla leið þar sem liðin skiptust á leiða leikinn. Leiknum lauk 4-3 og voru það þær Isabelle og Michelle sem stóðu upp sem sigurvegarar.

Torshavn Open

Alvaran hófst svo á laugardeginum. Spilað var í riðlum og komust allir áfram karla megin en fjórar konur sátu eftir eftir riðlakeppnina. Í kvennaflokk komust Sara Heimis, Isabelle Nordskog, Tara Helgadóttir og Brynja Herborg allar í gegnum niðurskurðin. Brynja Herborg komst alla leið í undanúrslit, í 16-liða úrslitum sló hún út reynsluboltann Margaret Sutton frá Englandi 4-1, en laut í lægra haldi gegn Gréta Tekaur frá Ungverjalandi 4-1. Það var svo liðsfélagi Isabelle frá kvöldinu áður, Michelle Merlit sem stóð uppi sem sigurvegari kvenna.

Hjá körlunum komust Haraldur Birgison, Árni Hrafn Falk og Sævar Þór Gíslason í Top32 en Dilyan Kolev komst alla leið í undanúrslit þar sem hann spilaði aftur gegn Edwin Torbjörnsson. Kolev kom sér í 2-0 áður en Edwin jafnaði leikinn í 2-2. Kolev tryggði sér sigur í fimmta legg og kom sér í 3-2. Honum brást því miður bogalistin, eða réttar sagt pílulistin í sjötta leggnum en því miður fóru átta pílur forgörðum til þess að tryggja sér sæti í úrslitum á sínu fyrsta erlenda móti og náði Edwin að jafna leikinn 3-3. Edwin sýndi svo enga miskunn í oddleggnum og kláraði leikinn í 15pílum og sorlegt 4-3 tap staðreynd. Í úrslitum tapaði Edwin þó gegn heimamanninum Jan Macintosh 5-2.

Faroese Open

Á sunnudeginum var seinna mót helgarinnar og var leikið með sama sniði og á laugardeginum. Eitthvað hefur þó laugardagskvöldið setið eftir í íslensku konunum því einungis Brynja og Isabelle komust í gegnum niðurskurðinn í þetta skiptið. Þær komust báðar í gegnum 16manan útsláttin en í 8-manna náði Margaret Sutton hefndum gegn Brynju frá deginum áður og fóru leikar 4-1. Isabelle var svo slegin út af Gréta Tekaur 4-0. Úrslitaviðureign var því sú sama og deginum áður, gegn Michelle Merlit, en í þetta skiptið hafði Gréta betur 5-1

Hvort karlanir hafi farið fyrr á koddann en konurnar lætur höfundur ósagt en árangurinn var töluvert betri á sunnudeginum. Kristinn Sveinn Pálsson, Lukasz Knapik og Jón Oddur Hjálmtýsson skiluðu sér alla leið í 16-manna úrslit. Haraldur Birgisson gerði gott betur og komst í 8-manna úrslit en þar var á ferðinni enginn annar en títtnefndur Dilyan Kolev sem lék hann grátt 4-1.

Dilyan var því aftur mættur í undanúrslit og andstæðingurinn ekki af minni gerðinni. Matthew “Prime Time” Edgar, fyrrverandi PDC leikmaður og núverandi Iceland Masters titilhafi. Það er skemmst frá því að segja að Dilyan var hvergi banginn og var staðráðinn í að komast alla leið í úrslitin í þetta skiptið og skellti Matt Edgar nokkuð þægilega 4-2. Farseðilinn í úrslit tryggður.

Í úrslitum var þó á ferðinni, enn og aftur, svíinn Edwin Torbjörnsson. Allt er þegar þrennt er! Edwin var þó ekki á þeim skónum og leiddi 2-0 eftir fyrstu tvo leggina sem hvortveggja voru 18 pílna leggir. Þá var komið af Kolev að henda í eitt stykki 18-pílna legg, 2-1, og fylgdi því eftir með 20 pílum í þeim næsta 2-2.


Hér verður höfundur, Magnús Gunnlaugsson, hinsvegar að staldra aðeins við og skammast út í Íslenska hópinn! Í útsendingunni heyrðist hreinlega enginn stuðningur með honum Kolev og þykir það með hreint út sagt ólíkindum EF að þessi hópur hafi verið fjarverandi þegar að einn af okkar spilurum sé kominn úrslit á sínu fyrsta erlenda móti að þá séu annað hvort sárafáir íslendingar í salnum eða þori ekki að láta í sér heyra!!!


Í fimmta legg tók Edwin aftur forystuna með sínum þriðja 18pílna legg og því allt undir hjá Dilyan að knýja fram oddalegg. Sjötti leggur fór brösuglega af stað og 334 stig eftir að þrem heimsóknum loknum. Næstu tvær sneri Dilyan leiknum sér í vil með 140 og 162 sem skildi eftir 32 á meðan Edwin áttu 188 eftir. Fyrstu þrjár fóru voru alveg við vírinn og fór um mann í útsendingunni. Í annari heimsókn tókst að loka leggnum og ná yfirhöndinni 3-2. Edwin tókst þó að knýja fram oddalegg með sigri í sjöundalegg og leikurinn í járnum 3-3.

Þá var að duga eða drepast og þá er ekkert betra en að byrja leggin á einu hámarki! EITT HUNDRAÐ OG ÁTTATÍU hjá Kolev!!!! En einungis kurteisisklapp heyrðist í salnum. Þar næst kom 119 og eftir 12 pílur var einungis 51 eftir! Þrjár pílur til þess að tryggja sér Faroese Open titilinn, 19+D16. Því miður hinsvegar getur ytri hringurinn hreinlega minnkað um helming að því er virðist þegar allt er undir og aftur, rétt einsog á laugardagskvöldið fóru 8 pílur forgörðum og Edwin landaði sigri á Faroese Open 4-3.

Svíagrýlan hefur því náð fótfestu í Pílukasti eftir að hafa verið kveðin í kút í handboltanum og Kolev kominn með sinn “arch-nemesis” í pílukasti.

Allir Íslendingar koma væntanlega heim reynslunni ríkari og með góðar minningar. Velgengni Brynju og Kolev er hinsvegar eftirtektarverður og óskar ÍPS þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir teknar af FB-síðu Havnar Dartfelag