Dagatal 2022

Hér fyrir neðan má sjá dagatal sambandsins fyrir árið 2022

Helstu breytingar eru þær að Íslandsmótum sambandsins hefur verið skipt á tvær helgar þ.e. einmenningur er spilaður á einni helgi og tvímenningur á annarri. Einnig hefur sambandið ákveðið að hætta með stigamótin og setja af stað NOVIS deildina. Einnig er í fyrsta skiptið unglingamótaröð sett á dagatalið sem er fyrir pílukastara á aldrinum 9-18 ára.

Kynningar á NOVIS deildinni og unglingamótaröðinni koma á síðuna innan tíðar. ÍPS áskilur sér rétt til breyting á dagatali sambandsins ef þörf krefur.

Dagatalið ásamt dagatali aðildarfélaga má einnig nálgast með því að smella HÉR