
2. umferð DartUng mótaraðarinnar, sem er í samvinnu með PingPong.is, fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á laugardaginn. Alls mættu 36 keppendur til leiks og var spilað í tveimur aldursflokkum í bæði stráka- og stúlknaflokki.
Í flokki stúlkna 13 ára og yngri voru 3 keppendur og var það Aþena Ósk Óskarsdóttir sem stóð upp sem sigurvegari líkt og hún gerði í DartUng 1 en hún sigraði Rakel Málfríði Egilsdóttur 3-0 í úrslitaleiknum.

Í flokki stúlkna 14 ára og eldri voru 2 keppendur en það var Nadía Ósk Jónsdóttir sem sigraði Hrefnu Lind Jónasdóttur 4-0 í úrslitaleiknum.

Í flokki drengja 9-13 ára mættu 13 keppendur til leiks. Axel James Wright stóð uppi sem sigurvegari en hann sigraði Kára Vagn Birkisson 4-2 í úrslitaleiknum. Axel hefndi þar með fyrir DartUng 1 þar sem Kári sigraði hann í úrslitaleiknum og sitja þeir nú í fyrstu tveimur sætum stigalistans og munar einungis 5 stigum á þeim.

Í flokki drengja 14-18 ára mættu 20 keppendur til leiks. Ægir Eyfjörð Gunnþórsson stóð upp sem sigurvegari en hann sigraði einnig DartUng 1. Í úrslitaleiknum spilaði hann við Matthías Helga Ásgeirsson og vann Ægir leikinn 4-1 og kláraði með glæsilegu 112 útskoti sem má sjá hér fyrir neðan:

Stigalisti DartUng hefur verið uppfærður eftir þessa umferð og má nálgast HÉR
Stjórn ÍPS ásamt Barna- og unglingaráð óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt kærlega fyrir aðstoðina. Ekki er komin dagsetning og staðsetning fyrir DartUng 3 en hún verður gefin út á næstu vikum.
Hér má sjá myndir af sigurvegurum helgarinnar:

9-13ára Drengir

9-13ára Drengir


9-13ára Drengir





9-13ára Stúlkur

14-18ára Stúlkur

14-18ára Stúlkur



14-18ára Drengir

14-18ára Drengir
