
3. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 síðastliðinn laugardag en 23 börn og ungmenni voru skráð til leiks.
Í stúlknaflokki 14-18 ára sigraði Nadía Ósk Jónsdóttir frá Pílukastfélagi Reykjavíkur en hún sigraði Hrefnu Lind Jónasdóttur frá Píludeild Þórs 4-0 í úrslitaleiknum.
https://recap.dartconnect.com/matches/66eed1df09b6feed80d72d98
Í stúlknaflokki 9-13 ára sigraði Aþena Ósk Óskarsdóttir Tulinius frá Píludeild Þórs en hún sigraði Elínu Dögg Baldursdóttur frá Pílufélagi Kópavogs 3-1 í úrslitaleiknum
https://recap.dartconnect.com/matches/66eecaac09b6feed80d72842
Í drengjaflokki 14-18 ára sigraði Viktor Kári Valdimarsson frá Pílufélagi Hvammstanga en hann sigraði Snæbjörn Inga Þorbjörnsson frá Píludeild Þórs 4-0 í úrslitaleiknum
https://recap.dartconnect.com/matches/66eed91109b6feed80d732a1
Í drengjaflokki 9-13 ára sigraði Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs en hann sigraði Axel James Wright frá Pílukastfélagi Reykjavíkur 4-2 í úrslitaleiknum.
https://recap.dartconnect.com/matches/66eedca709b6feed80d73534
Hér má síðan sjá myndir af sigurvegurum DartUng 3. Fjórða og síðasta DartUng mótið á árinu verður síðan haldið á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og fer skráning af stað í byrjun nóvember.









