
Það var mikil stemning í Grindavík þegar önnur umferð DARTUNG fór fram sunnudaginn 26. mars 2023.
18 keppendur tóku þátt í 4 aldurshópum.
Í flokki stúlkna á aldrinum 13-18 ára sigraði Emilía Rós Hafdal Kristinsdóttir í úrslitaleik gegn Birnu Rós Daníelsdóttur. Í 3.-4. sæti voru Regína Sól Pétursdóttir og Andrea Margrét Davíðsdóttir. Í flokki drengja á aldrinum 13-18 ára sigraði Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson í úrslitaleik gegn Sveinbirni Runólfssyni. Í 3.-4. sæti voru Gunnar Guðmundsson og Ottó Helgason.
Í flokki stúlkna 12 ára og yngri sigraði Linda Björk Atladóttir í úrslitaleik gegn Guðfinnu Söru Arnórsdóttur. Í 3. sæti var Þórdís Etna Þórarinsdóttir. Í flokki drengja 12 ára og yngri sigraði Axel James Wright í úrslitaleik gegn Gísla Galdri Jónassyni. Í 3.-4. sæti voru Baltasar Breiðfjörð og Kári Vagn Birkisson.
Unglingalandsliðsþjálfarar Íslands, þau Brynja Herborg og Pétur Guðmundsson voru að sjálfsögðu á staðnum og fylgdust grant með. Stjórn ÍPS vill þakka styrktaraðila mótsins PingPong.is sérstaklega fyrir ómetanlegan stuðning. Papas Pizza fær einnig þakkir fyrir að gefa keppendum gómsætar pizzur.
Nú fer DARTUNG í hlé þar til í haust en 3. umferð DARTUNG fer fram sunnudaginn 23. september. Næsta mót fyrir ungmenni verður Íslandsmót ungmenna þann 30. apríl á Bullseye Reykjavík. Þar verður keppt í 3 aldursflokkum, bæði drengja og stúlkna. Undir 21 árs, undir 18 ára og undir 13 ára. Skráning í Íslandsmót ungmenna hefst í byrjun apríl.
Myndir frá DARTUNG 1







