
Í gær fór fram FitnessSport meistaramótið í 301 en mótin fóru fram bæði á Bullseye Snorrabraut og hjá Píludeild Þórs á Akureyri en yfir 60 manns tóku þátt í mótunum tveimur. 42 mættu til leiks á Bullseye en 18 á Akureyri.
Á Bullseye voru það félagarnir úr PFR þeir Þorgeir Guðmundsson og Óli Th sem sigruðu í karlaflokki en í kvennaflokki voru það Ingibjörg Magnúsdóttir úr PFH og Kristín Einarsdóttir úr PR.
Þorgeir og Óli sigruðu þá Alexander Veigar úr PG og Árna Ágúst Daníelsson úr PR í úrslitaleiknum 7-4 en í kvennaflokki fór úrslitaleikurinn í oddalegg en það voru þær Ingibjörg og Kristín sem höfðu betur 7-6 á móti Isabellu Nordskog og Söru Heimis úr PFH.
Á Akureyri urðu það síðan þeir Óskar Jónasson og Steinþór Már Auðunsson sem urðu meistarar en þeir sigruðu þá Sigurð Fannar Stefánsson og Inga Þór Stefánsson 7-4 í úrslitaleiknum.
Stjórn ÍPS þakkar öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir aðstoðina og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum verðlaunahöfum.










