Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025.

Fyrirkomulag uppröðunnar er þannig að fyrst er leikmanni raðað útfrá því hvort hann komst upp um deild eða féll niður um deild í síðustu umferð (fyrstu 2 og síðustu 2 sæti). Þvínæst er nýjasta meðaltal leikmanns notað, þannig getur leikmaður farið upp eða niður um fleiri en eina deild.

ÍPS áskilur sér rétt á að gera breytingar á deildum ef þurfa þykir, t.d. vegna forfalla.

Deildirnar verða spilaðar á eftirtöldum stöðum.

  1. Bullseye – Snorrabraut 37, 105 RVK
    Kristalsdeild
    Gulldeildir karla og kvenna
    Silfurdeild karla og kvenna
    Bronsdeild
    Plastdeild
    Pappadeild
  2. Píluaðstöðu PFR – Tangarhöfða 2, 110 RVK.
    Áldeild
    Sinkdeild
    Kopardeild
    Blýdeild
    Trédeild
  3. Snooker & Pool – Lágmúla 5, 108 RVK.
    Járndeild
    Stáldeild

Leikir í öllum deildum hefjast kl. 10:30 (laugardagur 8. feb.) en húsin opna kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín. fyrir upphaf allra deilda.

Spilað er 501, best af 7 leggjum í þremur efstu blönduðu deildum en best af 5 leggjum í öðrum deildum. 

Sigurvegarar hverrar deildar verða krýndir að hverri umferð lokinni og fá þau að launum glæsilegan verðlaunapening. Þeir keppendur sem lenda í tveimur efstu sætum hverrar deildar tryggja sig upp um amk. eina deild og þeir keppendur sem lenda í tveimur neðstu sætum hverrar deildar í úrslitaumferðinni falla niður um amk. 1 deild.

Hér er áætluð deildarskipting RVK – Florida 2. umferð. Uppfært 22:31 07.02.2025