
Íslandsmótið í Cricket tvímenning fór fram í Píluaðstöðu Þórs á Akureyri í dag. Í karlaflokki sigruðu þeir Haraldur Birgisson og Helgi Pjetur úr PFH. Í kvennaflokki sigruðu þær Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Kitta Einarsdóttir (PR).
Haraldur og Helgi sigruðu Óskar Jónasson og Edgars Kede Kedza úr Þór í úrslitaleik 6-0. Ingibjörg og Kitta sigruðu Brynju Herborgu og Söru Heimisdóttur úr PFH í úrslitaleik 6-3.
Í 3.-4. sæti í karlaflokki voru feðgarnir Þorvaldur Sæmundsson & Alexander Veigar úr PG og svo Hólmar Árnason og Arngrímur Anton úr PR. Í 3. – 4. sæti kvenna voru þær Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Dóra Óskarsdóttir úr Þór og svo Steinunn Dagný Ingvarsdóttir og Sandra Dögg Guðlaugsdóttir.
Fleiri myndir og nánari umfjöllun væntanleg eftir einmenningsmótið á morgun.







