Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173 keppendur þar af 106 erlendir keppendur skráðu sig til leiks á mótin, 26 konur og 147 karlar en aldrei hafa fleiri keppendur skráð sig á þessi mót eins og í ár. Gríðalega sterkir keppendur skráðu sig til leiks í bæði mótin en fyrir utan alla sterkustu pílukastara Íslands þá má nefna Corné Groeneveld frá Hollandi sem er fjórði stigahæsti leikmaðurinn á stiga lista WDF í karlaflokki og Lerena Rietbergen sem er þriðja stigahæsta konan á stigalista WDF í kvennaflokki.

Á laugardeginum var keppt í Iceland Open en fyrirkomulagið í því móti var beinn útsláttur. Keppt var í karla og kvennaflokki.

Í karlaflokki þá mættust Hörður Þór Guðjónsson og Alexander Veigar Þorvaldsson í úrslitum. Úrslitaleikurinn var gríðalega spennandi en leikurinn endaði 7-6 Herði í vil. Þess má geta að með þessum árangri var Hörður fyrsti íslenski karlmaðurinn sem vinnur alþjóðlegt WDF mót í karlaflokki og er það stór áfangi fyrir pílu á Íslandi.

Í kvennaflokki þá mættust Lerena Rietbergen (Holland) og Maud Jansson (Svíþjóð) í úrslitum. Rietbergen var úrslitaleikinn 6-2 og er því sigurvegari Iceland Open.

Af íslenskum konum þá náðu Ingibjörg Magnúsdóttir og Brynja Herborg bestum árangri en þær duttu út í 8 manna úrslitum.

Stjórn ÍPS vill óska Herði Þór Guðjónssyni og Lerenu Rietbergen til hamingju með sigurinn í Iceland Open.

Á sunnudeginum var keppt í Iceland Master en fyrirkomulagið í því móti var riðlar (4-5 leikmenn í riðli) og útsláttur eftir riðla þar sem 4 efstu leikmenn í hverjum riðli fóru áfram í útsláttinn.

Í karlaflokki mættust Corné Groeneveld (Holland) og Steven Plumstead (England) í úrslitaleiknum. Groenveveld sigraði úrslitaleikinn 5-3 og sigraði þar með Iceland Masters.

Af íslendingum í Iceland Masters, karlaflokki þá komst Hörður Þór aftur lengst af öllum körlunum en Hörður datt út í undanúrslitum eftir hörkuleik en sá leikur fór 3-4 fyrir Steven Plumstead.

Í kvennaflokki þá mættust sömu aðilar í úrslitum eins og í Iceland Open eða Lerena Rietbergen (Holland) og Maud Jansson en í þetta skipti náði Jansson hefndum og sigraði Rietbergen örugglega í úrslitaleiknum 5-1. Maud Jansson er því sigurgvegari Iceland Masters í kvennaflokki.

Af íslendingum í Iceland Masters í kvennaflokki þá komst Steinunn Dagný Ingvarsdóttir í undanúrslit þar sem hún tapaði 4-2 gegn Lerenu Rietbergen.

Stjórn ÍPS vill óska Corné Groeneveld og Maud Jansson til hamingju með sigurinn í Iceland Masters.

Við hjá stjórn ÍPS erum gríðalega ánægð með frábært og vel heppnað mót og viljum við þakka öllum fyrir komuna og við hvetjum við alla til að mæta aftur á næsta ári.

Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi og mótshald en svona stór mót ganga aldrei upp nema með hjálp frá fjölda fólks. Sérstakar þakkir viljum við skila til eftirfarandi aðila.

Bullseye – fyrir aðgengi að aðstöðunni ykkar í stærsta og flottasta pílustað í heimi.

Pílukastfélag Reykjavíkur – fyrir aðstoð og lán á íhlutum.

Arna Rut Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Gunnarsson og Viktoría Ósk Daðadóttir – fyrir mótstjórn.

Emil Rafn Jóhannsson – fyrir aðstoð og skrift á leikjum.

Chris Koppa – fyrir yfihalningu og viðhaldi á píluspjöldum.

Jens Albert – fyrir aðstoð á mótinu.

Helgi Pétur – fyrir hönnun á flyer.

Halli Egills – fyrir aðstoð og hönnun á bolum.

Hörður Þór Guðjónsson – Sigurvegari Iceland Open 2025
Lerena Rietbergen – Sigurvegari Iceland Open 2025
Corne Groenveld – Sigurvegari Iceland Masters 2025
Maud Jansson – Sigurvegari Iceland Masters