
PingPong.is hefur verið ötull bakhjarl barna- og unglingastarfs ÍPS allt frá árinu 2021 og eiga mikinn þátt í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í því starfi undanfarin ár. Það voru því mikil gleðitíðindi þegar fyrirtækið ákvað að framlengja samningi sínum til loka árs 2025. Barna- og unglingastarf ÍPS hefur vaxið mikið undanfarin ár, en sambandið mun bjóða uppá 4 mót í DARTUNG mótaröðinni á næsta ári ásamt því að landslið U18 mun taka þátt í Evrópumótinu í júlí sem haldið verður í Riga, Lettlandi.
PingPong.is sérhæfir sig í vörum fyrir pílukast og bíður uppá vörur frá þekktum merkjum eins og Bull´s, Shot, Unicorn og Scolia. Hægt er að skoða úrvalið á www.pingpong.is
Á myndinni má sjá eiganda PingPong.is, Sigurð Val Sverrisson, og Brynju Herborgu, landsliðsþjálfara U18 við undirritun samningsins.
