Fundargerðir

FUNDARGERÐ

ÍPS fundur 6. September 2019  kl 14. 

Fundin sátu Ólafur, Guðrún, Mattías og Þórólfur. Fundað í gegnum síma.

Umræða tekin um stigamót en þau eru 12 ári. Eitthvað var búið að flakka með tímasetningar á þeim og gagnrýni á þær tímasetningar bárust stjórn sem var tekin til greina. Næstu helgi eru 3 stigamót og undankeppni til Íslandsmót í Reykjanesbæ. Það vantar staðsetningu á eina undankeppni (þá síðustu) en hún verður að öllum líkundum haldin annaðhvort í Grindavík eða Reykjavík.

Rætt var um dagsetningu á Winmau Iceland Open og Íslandsmót í 501 á næsta ári. Íslandsmótið verður líklega í janúar 2020 en það getur breyst og verður rætt á auka aðalfundi sem verður haldin fyrstu helgina í október. Á sama fundi verður rætt dagsetning á Winmau 2020 en stefnan er að hafa mótið um páskana. Ólafur ætlar að reyna fá leigt Officera klúbbinn á Ásbrú undir WIO. Matti ætlar að athuga lausar dagsetningar hjá WDF. Fjármál ÍPS verða búin að fara til endurskoðanda og verða tekin fyrir á auka aðalfundi í október. 

Tekin var umræða um mætingar í ÍPS mót þ.e fyrirvari á skráningu og ákveðið að breyta ekki því fyrirkomulagi sem er til staðar í dag eins og er. Sömuleiðis var ákveðið að leiðrétta stig hjá Garðari Magnússyni og Þórey Ósk Gunnarsdóttur sem kom upp á síðustu stigamótahelgi. Guðrún spurði um ferðastyrk vegna úrtökumóts í maí. s.l. Það verður afgreitt á næstu dögum. 

Að lokum var tekin stutt umræða um landsliðsferðina til Rúmeníu í október 2019. Allt er klappað og klárt nema það á eftir að greiða fyrir hótel keppenda.

Fundi var slitið kl 15:00.

Fyrir hönd stjórnar,

Þórólfur Sævar Sæmundsson.

Aðalfundur 27.1.2019

%d bloggers like this: