
Íslandsmótið í 301 árið 2023 fór fram í aðstöðu Pílufélags Grindavíkur helgina 9-10 september síðastliðinn. Á laugardeginum fór fram keppni í tvímenning karla og kvenna og á sunnudeginum var einmenningur spilaður.
Í tvímenningi karla voru það fegðarnir Guðjón Hauksson og Hörður Þór Guðjónsson úr PG sem urðu Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur í úrslitaleiknum á móti Halla Egils og Kamil Mocek. Í kvennaflokki urðu þær Árdís Sif Guðjónsdóttir og Svana Hammer Íslandsmeistarar eftir 6-3 sigur á þeim mæðgum Kittu Einarsdóttur og Birnu Rós Daníelsdóttur
Á sunnudeginum var einmenningur spilaður. Í karlaflokki varð Matthías Örn Friðriksson Íslandsmeistari eftir 6-4 sigur á Alexander Veigari Þorvaldssyni en í kvennaflokki varð Kitta Einarsdóttir Íslandsmeistari eftir æsispennandi 6-5 sigur á Árdísi Sif Guðjónsdóttur þar sem báðar áttu pílur fyrir sigrinum.
ÍPS óskar sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju og þakkar öllum sem stóðu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina.
Næsta á dagskrá er unglingamótaröðin DARTUNG á laugardaginn í Reykjanesbæ en nánari upplýsingar og skráningu má finna með því að smella HÉR
Hér fyrir neðan má sjá myndir af verðlaunahöfum:













Myndir vantar af 3-4 sæti í einmenning kvenna en það voru þær Steinunn Dagný úr PG og Brynja Herborg úr PFH sem lentu í þeim sætum.