Íslandsmót félagsliða verður haldið á Bullseye helgina 30-31. ágúst. Tölvupóstur hefur verið sendur á öll aðildarfélög ÍPS varðandi fyrirkomulag og skráningu á mótið. Ef aðildarfélög telja að þau hafi ekki fengið þennan tölvupóst skulu þau senda póst á dart@dart.is og því verður reddað.
Öll aðildarfélög geta sent inn eitt eða tvö lið í karlaflokk og eitt lið í kvennaflokk. 4 einstaklingar eru í hverju liði og er veitt verðlaun fyrir stigahæsta lið í karla og kvennaflokki og sömuleiðis verðlaun fyrir stigahæsta liðið í heildarkeppni félaganna (sameiginleg stig allra liða sem taka þátt fyrir hvert félag).
Stjórn ÍPS fékk beiðni frá aðildarfélagi um undanþágu fyrir mótið að því leiti að félagið fengi að vera með konu í B-liði í karlaflokki en vegna smæðar klúbbsins þá eru ekki nægir kvenkyns meðlimir til að vera með lið í kvennaflokki og ekki nægur fjöldi til þess að ná tveimur liðum í karlaflokki nema að fá konu inn.
Stjórn ÍPS fundaði um erindið og kusu um það og var niðurstaðan að undanþágan var samþykkt af meirihluta. Stjórn ÍPS ætlar því að bæta við nýrri reglu fyrir komandi mót:
Aðildarfélög sem ætlar að taka þátt Íslandsmóti félagsliða er heimilt að sækja um undanþágu þannig að kona geti verið meðlimur í karlaliði félags. Þetta gildir eingöngu ef félag getur ekki mannað kvennalið og getur ekki fyllt 1 eða 2 lið í karlaflokki. Hámarkst fjöldi kvenna í karlaliði er 1 kona í liði.
Félög sem sækja um undanþágu þurfa að uppfylla eftirfarandi kröfur:
- Félag þarf að senda inn skriflega beiðni til stjórnar ÍPS og gefa rök fyrir því afhverju ætti að heimila að kona spili með karlaliði félagsins.
- Félag sé ekki með skráð eða ætli/geti ekki skráð inn lið í kvennaflokki. Sé félag með kvennalið á mótinu er undanþágu sjálkrafa hafnað.
Ef stjórn ÍPS telur rök félaga sem sækja um þessa undanþágu sé ekki nógu góð eða uppfyllir ekki þær kröfur sem eru settar fyrir undanþágunni þá hefur stjórnin vald til að hafna henni og er þá málið afgreitt og ekki hægt að sækja aftur um undanþáguna fyrr en á næsta móti.
