ÍPS kynnir með stolti Íslandsmót félagsliða 2021. Íslandsmótið skiptist í A- og B- deild en
hvert aðildarfélag getur skráð tvö lið til þátttöku, eitt í A og eitt í B. Allir greiddir félagsmenn
hvers aðildarfélags geta tekið þátt fyrir sitt félag en það er í höndum stjórnar hvers félags að
velja A lið og B lið fyrir hvern leik í deildunum. Að lágmárki þurfa 4 spilarar að keppa í A liði
og 4 í B liði í hverjum leik en þeir mega vera fleiri. (Ekki er leyfilegt fyrir spilara að spila bæði í
A og B á meðan deildin stendur yfir).
Öll skuldlaus aðildarfélög ÍPS hafa rétt til þess að skrá lið til leiks.
Fyrsta umferð er áætluð miðvikudagskvöldið 8. september kl. 19:30 og verða allir leikir
deildanna spilaðir á miðvikudagskvöldum. Skráningu líða lýkur sunnudaginn 29. ágúst kl.
22:00 og er það á ábyrgð stjórnar hvers félags að skrá lið.
Allir leikdagar verða ákveðnir fyrirfram og er ekki hægt að fresta leikjum. Ef ekki næst að
manna lið í leik dæmist sá leikur tapaður 8-0.
Notast er við Dartconnect. Stjórn hvers félags fær aðgang að bakenda deildanna og það er á
þeirra ábyrgð að skrá inn leikmenn þar inn sem keppa hverju sinni. Í spjaldtölvum verður
alltaf notað sama notendanafn og lykilorð og verður það gefið út síðar ásamt leiðbeiningum
til að komast inná bakendann og hvernig keppendur eru skráðir til leiks.
Leikir aðildarfélaga utan af landi við lið á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni verða spilaðir
„Remote“ nema félögin komi sér saman um keppnisstað. Nauðsynlegt er að notast við
myndsímtal þegar spilað er „Remote“. Þar sem bæði A og B lið hvers félags spila sama kvöld
er nauðsynlegt að nota tvö tæki í myndsímtalið, eitt fyrir hvort lið. Myndavél skal beint að
spjaldinu og mikilvægt er að segja upphátt hvert skor og skrá skorið í spjaldtölvu áður en
pílur eru teknar úr spjaldinu.
Þau lið sem nefnd eru á undan á leikskrá teljast til heimaliðs og skal leikur fara fram í þeirra
aðstöðu. Ef spilað er „Remote“ spila bæði lið í eigin aðstöðu. Heimalið skal skrá alla leiki í
spjaldtölvunni í remote leikjum og er mjög mikilvægt að heimalið sé vinstra megin og
útilið hægra megin. Heimalið skrifar leiki sem þau byrja og útilið skrifa leiki sem þau byrja.
Ef leikir eru spilaðir remote þá þurfa bæði lið að skrifa á sitt hvorum staðnum. Keppendur í
leik er ekki heimilt að skrifa sína eigin leiki.
Eitt stig fæst fyrir sigur í hverjum leik og 1/2 stig fyrir jafntefli. Stefnt er að því að spila
útsláttarkeppni að deildarkeppni lokinni. Liðið sem sigrar í A deild verður krýnt
Íslandsmeistari félagsliða árið 2021. Þau tvö lið sem enda neðst í A deild falla niður í B deild
og þau tvö lið sem enda efst í B deild fara upp í A deild. ÍPS mun vinna að því að fá úrslitaleik
A deildar sýndan í beinni útsendingu á Stöð 2 eða RÚV.
Leikir sem spilaðir eru í hverjum leik eru:
Tvímenningur 501 x2 (best af 3)
Einmenningur 501 x4 (best af 3)
Liðakeppni 501 – einn leggur í einu (best af 17)
Í liðakeppni 501 er leyfilegt fyrir lið að nota alla liðsmenn en þó má sami keppandi ekki spila fleiri en einn legg í hverjum fjórum leggjum sem spilaðir eru.
Eitt stig fæst fyrir sigur í hverjum leik í tvímenningi og einmenningi en tvö stig fást fyrir sigur í
liðakeppni. Alls eru því 8 stig í boði í hverjum leik.
Heimalið byrja alla oddatöluleiki og útilið byrja alla leiki á sléttri tölu. Ef leikir fara í oddaleggi
þá skal það lið sem byrjaði þann leik búlla fyrst og gildir einungis grænt og rautt búll. Ef
Liðakeppnin (best af 17) fer í oddalegg þá skal hvort lið senda einn leikmann sem spilar.
Kastað er uppá hvor leikmaður byrjar að búlla.
ATH: Aðeins vatn leyft á keppnissvæði
Öll úrslit skal senda á lidamot@dart.is, (taka mynd af undirrituðu liðablaði og senda með)