
Íslandsmótið í Pílukasti 2023 fór fram á Bullseye Reykjavík 14. maí sl. og tóku tæplega 87 keppendur þátt, 72 karlar og 15 konur. Sjá frétt frá 14. maí.
Myndir
Mummi Lú ljósmyndari var á staðnum og tók eftirfarandi myndir af vinningshöfum. Halli Egils tók einnig heilan helling af myndum sem hægt er að nálgast með því að smella á hnappinn að neðan


















Fleiri myndir í boði Halla Egils
Ýmis tölfræði
Meðaltal allra keppenda: 52,06
Það er nokkuð ljóst að gæði í pílukasti á Íslandi hafa farið vaxandi á undanförnum 12 mánuðum. Dæmi um þetta er heildarmeðaltal keppenda í ár var talsvert hærra en í fyrra þegar það var 49,95
Fæstar pílur: 13 pílur
Hallgrimur Egilsson og Karl Helgi Jónsson áttu bestu leggi mótsins en báðir áttu þeir 13 pílna leggi, Hallgrímur í riðlakeppninni og Karl Helgi í 8 manna úrslitum. Fæstar pílur kvenna áttu þær Ingibjörg Magnúsdóttir og Isabelle Nordskog sem báðar spiluðu 18 pílna leggi í útsláttarkeppni
Hæsta meðaltal í leik: 92,02
Tveir leikmenn léku heilan leik með 92,02 í meðatal í riðlakeppni karla, en það voru þeir Hallgrímur Egilsson og Páll Árni Pétursson. Hæsta meðaltal í leik hjá konum átti Ingibjörg Magnúsdóttir eða 58,56.
Hæsta útskot: 137
Hæsta útskotið hjá körlum átti Hörður Þór Guðjónsson, 137. Hjá konum átti Ingibjörg Magnúsdóttir hæsta útskotið eða 120 í úrslitaleik.
Hæsta heildarmeðaltal: 71,92
Matthías Örn Friðriksson var með hæsta heildar-meðaltal Íslandsmótsins hjá körlunum. Ingibjörg Magnúsdóttir var með hæsta meðaltal kvenna, 51,18
Flest 180: 7
Hörður Þór Guðjónsson átti flest 180 eða 7 talsins.
Hæsta útskotshlutfall: 32%
Fjórir karlar deildu hæsta útskotshlutfallinu, 32%. Það voru þeir Páll Árni Pétursson, Kristján Sigurðsson, Vitor Charrua og Hörður Þór Guðjónsson. Brynja Herborg átti hæsta útskotshlutfall kvenna eða 20%.