
Íslandsmótið í Cricket var spilað nú um helgina í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 og var mótið í beinni útsendingu á YouTube síðu Live Darts Iceland. Keppt var um Íslandsmeistaratitla í karla- og kvennaflokki og var spilaður tvímenningur í gær laugardag en einmenningur var spilaður í dag sunnudag. Í tvímenning kvenna voru það Árdís og Svana frá Pílufélagi Grindavíkur sem urðu Íslandsmeistarar eftir spennandi viðureign við Hörpu Dögg og Söru frá Pílukastfélagi Reykjavíkur sem fór alla leið í oddalegg.
Í tvímenningi karla voru það Árni Ágúst og Arngrímur Anton frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sem urðu Íslandsmeistarar en þeir sigruðu þá Alexander Veigar frá Pílufélagi Grindavíkur og Harald Birgisson frá Pílufélagi Kópavogar 6-3 í úrslitaleiknum.
Í einmenningi kvenna varði Brynja Herborg frá Pílukastfélagi Reykjavíkur titilinn frá því í fyrra en hún sigraði Steinunni Dagnýu Ingvarsdóttur frá Pílufélagi Grindavíkur 6-2 í úrslitaleiknum.
Í einmenning karla var það Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs sem sigraði Árna Ágúst Daníelsson 6-2 í úrslitaleiknum.
ÍPS óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar kærlega öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum sigurvegurum helgarinnar.














