Íslandsmeistarar einmenningi - Alexander Veigar og Ingibjörg Magnúsdóttir
Íslandsmótið í Cricket var spilað nú um helgina í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 og var mótið í beinu streymi á YouTube. Keppt var í karla- og kvennaflokki og var spilaður tvímenningur í gær laugardag en einmenningur var spilaður í dag sunnudag.
Íslandsmeistarar í tvímenning kvenna voru þær Brynja Herborg og Barbara Nowak frá Pílukastfélagi Reykjavíkur en þær höfðu betur gegn Söndru Dögg og Steinunni Dagný frá Pílufélagi Grindavíkur
Leikurinn fór 6 – 3.
Íslandsmeistarar í tvímenningi karla voru það Árni Ágúst frá Pílufélagi Reykjanesbæjar og Halli Egils frá Pílukastfélagi Reykjavíkur en þeir höfðu betur gegn Alexander Veigari og Herði Þór frá Pílufélagi Grindavíkur
Leikurinn fór 6-4.
Íslandsmeistari í einmenning kvenna var Ingibjörg Magnúsdóttir úr Pílufélagi Hafnarfjarðar en hún sigraði Brynju Herborgu frá Pílukastfélagi Reykjavíkur.
Leikurinn fór 6-2.
Íslandmeistari í einmenning karla var Alexander Veigar frá Pílufélagi Grindavíkur en hann sigraði Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs.
Leikurinn fór 6-5.
ÍPS óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar kærlega öllum þeim sem tóku þátt á einn eða annan hátt. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum sigurvegurum helgarinnar.















