Stjórn ÍPS fundaði í kvöld 9. mars og ákvað breytt fyrirkomulag á Íslandsmótinu í Cricket. Þær breytingar sem verða eru:

-Tvímenningur karla og kvenna verður breytt í riðlakeppni + útslátt og spilast á föstudag og byrja fyrstu leikir í öllum riðlum kl. 17:00. Spilað verður best af 3 í riðlakeppni, 2 efstu liðin í hverjum riðli í karlaflokki komast áfram í 8 liða úrslit og 2 efstu liðin í kvennariðlinum spila til úrslita.

-Vegna gildandi fjöldatakmarkana og skráningu í mótið var ákveðið að einmenningur karla og kvenna skuli allur spilast á laugardeginum. Fyrstu leikir í öllum riðlum byrja kl. 12:00 og fylgir útsláttur á eftir riðlum. Mótslok verða áætluð um kl. 20:30. Ekki verður því keppt á sunnudeginum.

-Grímuskylda er á mótinu. Þó þurfa keppendur ekki að nota grímur í leikjum sínum en skrifurum og öðrum er skylt að nota grímu. Minnum alla á að huga að sínum persónulegu sóttvörnum.

Hér fyrir neðan má síðan sjá riðla í bæði tvímenning og einmenning:

TVÍMENNINGUR KVENNA

TVÍMENNINGUR KARLA

EINMENNINGUR KVENNA

EINMENNINGUR KARLA