Íslandsmótið í pílukasti verður haldið dagana 14. – 15. maí 2022 á Bullseye, Snorrabraut 34.

Spilaðir verða riðlar á laugardegi og útsláttur á sunnudegi. Úrslitaleikir karla og kvenna verða teknir upp af Uppkast.is sem mæta á Bullseye með sínar græjur. Áætlað að úrslitaleikur kvenna hefjist kl. 19:30 og hefst úrslitaleikur karla strax á eftir. Veitingar verða til sölu og hvetjum við alla til að koma og fylgjast með Íslandsmeistaratitlum fara á loft á besta pílustað á Íslandi!

Vegleg verðlaun verða veitt, m.a:
3 mánaða kort í Sporthúsinu (2stk)
Gjafabréf á Punk veitingahús (2stk)
Fjarþjálfun Gillz 1 mánuður (2stk)
Gjafabréf hjá Macron Store (2stk)

Laugardagurinn 14. maí – Einmenningur riðlakeppni
Húsið opnar kl. 09:00
Riðlakeppni karla og kvenna hefst kl. 11:00
Einum keppanda verður raðað í hvern riðil og verður farið eftir meðaltali í 2. umferð NOVIS deildarinnar við röðun.
ATH – STAÐFESTA ÞARF SKRÁNINGU Á STAÐNUM FYRIR KL. 10:00.

Sunnudagurinn 2. maí – Einmenningur útsláttarkeppni
Húsið opnar kl. 09:00
Fyrstu leikir í útslætti karla og kvenna hefst kl. 11:00
Spilafyrirkomulag í útslættinum verður:
L64 – Best af 7
L32 – Best af 7
L16 – Best af 9
L8 – Best af 9
L4 – Best af 11
Úrslit – Best af 13

Þátttökugjald:
4.000 kr

ATH SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT FÖSTUDAGINN 13. MAÍ KL. 18:00. GREIÐA ÞARF ÞÁTTTÖKUGJALD ÁÐUR EN SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT TIL AÐ SKRÁNING SÉ TEKIN GILD.

Hægt er að millifæra þátttökugjald til ÍPS:
KT. 470385-0819
RN. 0301-26-014567

Skráða keppendur má sjá með því að smella HÉR

Skráning hér:

%d bloggers like this: