
Á sunnudaginn fór fram 1. umferð NOVIS deildarinnar 2023 en hún var haldin eins og áður á Bullseye Snorrabraut 37 og á Akureyri hjá Píludeild Þórs en 132 keppendur mættu til leiks.
Efstu tveir keppendur hverrar deildar tryggja sig upp um amk eina deild í næstu umferð. Neðstu tveir keppendur hverrar deildar detta hins vegar niður um amk eina deild í næstu umferð. Með því að smella á hnappana hér að neðan er hægt að skoða úrslit hverrar deildar, bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Hér má síðan sjá myndir af sigurvegurum í fyrstu umferðinni. Stjórn ÍPS óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn.


Því miður vantar myndir af Stuart Mitchinson, sigurvegara Járndeildar, Gunnari Guðmundssyni, sigurvegara Blýdeildar og Arngrími Antoni Ólafssyni, sigurvegara Áldeildar.