ÍPS kynnir með stolti í samvinnu við Tryggingar og Ráðgjöf ehf NOVIS deildina í pílukasti. NOVIS deildin er fyrir alla pílukastara sem hafa gilda skráningu í einu af aðildarfélögum sambandsins. Ef þú ert ekki ennþá skráð/ur í aðildarfélag þá getur þú gert það með því að fylla út skráningarformið hægra megin á síðunni.
NOVIS deildin er hönnuð fyrir pílukastara á öllum sviðum íþróttarinnar. Deildirnar eru settar þannig upp að þú færð marga keppnisleiki og alla við leikmenn með svipað getustig. Það skiptir ekki máli hvort þú stefnir á að keppa fyrir landslið Íslands eða ert að taka þín fyrstu skref í pílukasti, þú færð alltaf að keppa við jafninga í íþróttinni og því undir þér komið hvað þú vilt ná langt.
Fimmta umferð verður haldin sunnudaginn 9. október á Bullseye, Snorrabraut 34. Leikir í öllum deildum hefjast kl. 10:30 en húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf allra deilda.
Keppni í Norðuausturdeild NOVIS fer fram í aðstöðu Píludeildar Þórs að Laugargötu 4 Akureyri.
Ef skráning verður mikil gæti þurft að spila einhverjar deildir í aðstöðum pílufélaga sambandsins.
Skráning er hafin í fimmtu umferð og er skráningarfrestur til kl. 18:00 föstudaginn 7. október 2022. Hægt er að skrá sig með því að fylla út formið hér neðst í fréttinni. Skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða þátttökugjald. Ef þátttökugjald er ekki greitt á réttum tíma bætist við 500kr refsigjald.
Þátttökugjaldið fyrir fimmtu umferð er 3.500kr og er eingöngu hægt að millifæra á:
Kt. 470385-0819
Rn. 0301-26-014567
Ef þú átt inneign og vilt nýta hana sendu okkur póst á dart@dart.is. Hægt er að skoða inneignarstöðuna HÉR
Fjöldi deilda fer eftir skráningu hverju sinni. Hámarksfjöldi í hverri deild eru 9 manns. Ef skráningar ná ekki uppí 9 keppendur í allar deildir fyrir ákveðna umferð þá gæti þurft að breyta fjölda í hverri deild í þeirri umferð en ávallt verður reynt að hafa 8-9 manns í hverri deild í hverri umferð.
Spilað verður 501, best af 7 leggjum í fjórum efstu deildum í karlaflokki en best af 5 leggjum í öðrum deildum. Í öllum kvennadeildum er einnig spilað best af 5. Í Norðaustur deild NOVIS er spilað best af 7 leggjum í efstu deild en best af 5 í öðrum deildum. Allir spila við alla einu sinni og er gefið 1 stig fyrir sigur í hverjum leik. Sigurvegarar hverrar deildar verða krýndir að hverri umferð lokinni og fá þau að launum glæsilegan verðlaunapening. Þeir keppendur sem lenda í tveimur efstu sætum hverrar deildar tryggja sig upp um amk. eina deild.
Þeir keppendur sem lenda í tveimur neðstu sætum hverrar deildar í 5. umferð falla niður um amk. 1 deild.
Stjórn ÍPS náði ekki samkomulagi um að sýna úrslit NOVIS deildarinnar í sjónvarpi og hefur því ákveðið að úrslitaumferð deildarinnar þann 13. nóvember verði opin öllum og að heildarverðlaunafé sem gefið verður í umferðinni verði 300 þúsund krónur sem mun skiptast á milli deilda (þrepaskipt milli deilda).
Nánari upplýsingar og regluverk NOVIS deildarinnar má sjá með því að smella HÉR
Keppendum verður raðað í deildir útfrá meðaltali 4. umferðar. Þeir keppendur sem ekki tóku þátt í þriðju né fjórðu umferð hefja leik í neðstu deild. Meðaltal keppanda eftir fjórðu umferð, efstu tveir keppendur í öllum deildum sem hafa tryggt sig upp um amk eina deild og þeir tveir keppndur sem falla niður um amk. 1 deild má sjá með því að smella hér:
Úrslit 4. umferð
Heildarmeðaltal eftir 4. umferð
Hægt er að skoða skráða keppendur í fimmtu umferð með því að smella HÉR
Skráning er hér fyrir neðan: