Pílukast verður hluti af Reykjavík International Games en mótið í ár verður haldið á tveimur stöðum. Riðlakeppni fer fram föstudagskvöldið 3. febrúar í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2 en útsláttarkeppni verður spiluð laugardaginn 4. febrúar á Bullseye. Undanúrslitaleikir í karlaflokki og úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki verða síðan í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kvöldið og hefst útsending kl. 19:30.
Dagskrá:
Föstudagur 3. febrúar
Riðlakeppni karla og kvenna. Spilafyrirkomulag verður gefið út eftir að skráningu lýkur. Húsið opnar kl. 17:00 og byrjað verður að spila kl. 19:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðils.
Laugardagur 4. febrúar
Útsláttarkeppni karla og kvenna. Spilafyrirkomulag verður gefið út síðar. Húsið opnar kl. 09:00 og byrja fyrstu leikir í útslætti kl. 10:30.
Sigurvegari RIG 2023 tryggir sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst.
Þátttökugjald er kr. 4.000 og er eingöngu hægt að greiða með millifærslu:
kt. 470385-0819
rn. 0301-26-014567
Skráningar- og greiðslufrestur er til mánudagsins 30. janúar kl. 14:00.
Verðlaun verða tilkynnt síðar en unnið er að finna styrktaraðila fyrir mótið.
Hægt er að skoða skráða keppendur með því að smella HÉR
Skráningu er lokið.