Íslandsmeistarmót Ungmenna fór fram í dag, laugardaginn 11.maí, í aðstöðu PFR.

Þrjátíu og þrír þátttakendur, 26drengir og sjö stúlkur, voru skráð til leiks og var þétt setið í Setrinu þar sem aðstendur fylgdust spenntir með ungviðinu.

U13 – Drengir

Leikið var í tveimur riðlum hjá drengjum 13ára og yngri og voru Kári Vagn og Axel James efstir á blaði að riðlakeppni lokinni. Þeir mættust síðan í úrslitaleik eftir að Axel James hafði betur gegn Barra Björgvinssyni í hörkuleik í undanúrslitum eftir að hafa lent 3-1 undir og snéri leiknum sér í vil 4-3.

Í úrslitaleiknum var það þó Kári Vagn sem hafði yfirhöndina og komst í 3-0 áður en Axel klóraði legg tilbaka, þeir skiptust á nokkrum leggjum og í stöðunni 4-2 sigldi Kári Vagn þessu heim með útskot á D2 og er því Íslandmeistari U13 Drengja. Í öðru sæti var Axel James og saman í 3.sæti voru Þorbjörn Óðinn Arnarsson og Barri Björgvinsson.

U-18 Drengir

Fjórir 3-4 manna riðlar voru hjá 14-18ára drengjum og fóru allir áfram að riðlakeppni lokinni. Í undanúrslitum mætti Haraldur Björgvin Viktori Kári og sigraði Haraldur leikinn 4-2. Í hinum undanúrslitleiknum vann Hinrik Örn bug á Henrik Huga einnig 4-2. Í úrslitaleik U18 drengja mættust því Haraldur og Hinrik og var það Haraldur Björgvin Eysteinsson sem stóð uppi sem sigurvegari eftir 5-1 sigur.

U13 – Stúlkur

Stúlkurnar léku allar saman í riðlum og að þeim loknum léku Aþena Ósk og Elín Dögg strax úrslitaleik í U13 stúlkna. Aþena Ósk bar sigur úr býtum 5-1 eftir hafa tekið út D7 í sjötta legg.

U18 – Stúlkur

Í flokk eldri stúlkna sigraði Emilía Rós Birnu Rós 4-1 í fyrra undanúrslitaleiknum og í þeim seinni sigraði Nadía Ósk Hrefnu Lind 4-0. Það voru því Nadía og Emilía sem sem léku til úrslita en Emilía hafði titill að verja. Leikurinn var jafn og spennandi framan af. Emilía braut fyrsta leggin og komst í 1-0 áður en Nadía koms sér í 2-1 að loknum þriðja legg. Staðan varð svo 3-3 að loknum sex leggjum. Á endanum tókst Emilía að verja titilinn og sigraði Nadíu að lokum 5-3 og er því Íslandsmeistari stúlkna í U18.

Við þökkum kærlega öllum þeim þátttakendum sem tóku þótt og óskum siguvegurum innilega til hamingju með árangurinn. Það eru miklir hæfileikar sem eru að brjótast fram hjá þessum krökkum og verðum gaman að fylgjast með þeim dafna og vaxa í Pílukasti. Sérstakir fá einnig þeir foreldrar sem aðstoðuð við ritun í leikjum, Arna Rut fyrir mótsstjórn og PFR fyrir aðstöðuna.