Stigamót 1&2 verða haldin í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar, Keilisbraut 755, Ásbrú laugardaginn 10. ágúst
Stigamót 3&4 verða haldin í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2 sunnudaginn 11. ágúst.
———
Stigamót ÍPS hafa undanfarin ár verið haldin bæði á Suðurlandi og Norðurlandi fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Stigin sem spilarar vinna sér inn á þessum mótum hafa verið notuð til að mynda stigalista ÍPS. Með breyttu fyrirkomulagi á stigalista ÍPS munu stigamótin einnig breytast en hér fyrir neðan koma helstu breytingar.
- Stigamót ÍPS verða nú ekki lengur haldin fyrsta fimmutdag hvers mánaðar. Nákvæma dags- og staðsetningu fyrir 2019 má sjá á dagatali sambandsins hér: www.dart.is/calendar
- Spiluð verða 2 Stigamót sama dag.
- Fyrirkomulag Stigamóta breytist einnig en spilaður er beinn útsláttur, best af 9 leggjum alla leið, bæði hjá körlum og konum
- Raðað er í mótið skv stigalista ÍPS. Undantekning er Stigamót 1 en dregið verður blint í það mót.
- Fyrra mótið hefst kl. 11 og seinna mótið um kl. 15 báða dagana.
- Áfram verður kynjaskipt í Stigamótum.
- Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan eða á staðnum og lýkur skráningu kl 10 báða dagana.
- Þátttökugjald í hvert stigamót verður 1.500kr.
- Regluverk Stigamóta má nálgast undir Reglur-Stigamót 2019