
Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá leikmenn sem munu keppa fyrir Íslands hönd á WDF Europe Cup Youth 2024. Mótið fer fram í Riga Lettlandi dagana 10-13 júlí næstkomandi. Keppt er í einmenning, tvímenning og liðakeppni í drengjaflokki og einmenning og tvímenning í stúlknaflokki.
Landslið Íslands í stúlknaflokki U18:
Aþena Ósk Óskarsdóttir Tulinius – Píludeild Þórs
Nadía Ósk Jónsdóttir – Pílukastfélag Reykjavíkur
Landslið Íslands í drengjaflokki U18:
Axel James Wright – Pílufélag Grindavíkur
Jóhann Fróði Ásgeirsson – Pílukastfélag Hafnarfjarðar
Kári Vagn Birkisson – Pílufélag Kópavogs
Viktor Kári Valdimarsson – Pílufélag Hvammstanga
ÍPS vill óska þessum stúlkum og drengjum til hamingju með valið og óska þeim góðs gengis á mótinu!





