Íslenska Pílukastsambandið verður á landsmóti UMFÍ.
Markmið ÍPS er að koma á fót ungmannahreyfingu á landsvísu, og örva þannig ungmenni til þess að æfa stærðfræði á skemmtilegan máta.
Við verðum í félagsheimilinu Óðal með opið hús frá 12-18 laugardag og sunnudag.
Íslandsmeistari kvenna ásamt tveimur landsliðsmönnum munu þar kynna íþróttina fyrir ungmennum og gestum.
Ungmenni geta keppt í leik sem að heitir 9 pílu leikur. Hann virkar þannig að hver keppandi hefur 9 pílur til þess að safna stigum. Sá eða sú sem að í lok dag fékk flest stig sigrar. Það má taka þátt eins oft og maður vill, tafla verður á staðnum með stigahæstu keppendunum, það er því tilvalið að koma nokkrum sinnum yfir daginn og reyna að bæta stigasöfnun sína.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Borgarnesi um helgina.