Loading Viðburðir

« Viðburðir

  • Þessum viðburði er lokið

Úrvalsdeildin í pílukasti – 5. umferð

23. nóvember kl. 19:30 - 22:30

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja kappi í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust.

Í ár verða kvöldin sjö, öll laugardagskvöld frá 26.október til 7.desember. Opnunarkvöldið fer fram á Bullseye en síðan munu 3 næstu kvöld spilast á Sviðinu Selfossi, Hljómahöll Reykjanesbæ og í Sjallanum Akureyri. Kvöld 5 og 6 ásamt úrslitakvöldinu verða síðan spiluð á Bullseye.

Í ár verður ekki keppt í riðlum heldur verður keppendum skipt upp í 8 manna hópa sem raðað verður í eftir fjórum styrkleikaflokkum.

Hóparnir skiptast síðan á að spila og mun hver keppandi spila 2 kvöld. Eftir fjögur kvöld verður keppendum fækkað um helming og munu efstu 8 keppendurnir spila næstu tvö kvöld og vinna sér inn stig til þess að tryggja sig inn á úrslitakvöldið, en 4 stigahæstu keppendurnir komast þangað. Úrslitakvöldið verður svo haldið þann 7.desember á Bullseye með alvöru Ally Pally stemmingu rétt eins og í fyrra.

Fimmta umferð verður spiluð á Bullseye og verður ekki miðasala á þennan viðburð heldur mun Bullseye eingöng selja á spjöldin í Stóra sal. Við hvetjum alla til að mæta, kasta pílu og fylgjast með!

 

Nánar

Dags:
23. nóvember
Tími:
19:30 - 22:30
Viðburður flokkur:

Staðsetning

Bullseye
Snorrabraut 37
Reykjavík, Austurbær 105 Iceland
+ Google Map
Phone
4546000
Heimasíða