Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í Grindavík að þessu sinni.
Pílukastfélag Reykjavíkur (PFR) átti sviðið en félagið átti 4 keppendur af þeim 7 spilurum sem kepptu þetta kvöldið en það var enginn annar en PFR maðurinn sjálfur, Halli Egils sem stóð uppi sem sigurvegari í Grindavík.
Halli vann Árna Ágúst Daníelsson (PFR) 3-0 í úrslitaleiknum en í 8 liða úrslitum vann Halli Egils – Halla Birgis (PFK)  3-2 og í undanúrslitum Jón Bjarma (PFR) 3-0. 

Jón Bjarmi var einmitt sigurvegari á kvöldi 1.  

Kvöldin eru sýnd á sportstöðvum Sýnar og eru 7 talsins. 


Spilafyrirkomulag 25 okt – 6 des 

4 kvöld – 16 keppendur 2 kvöld á mann 

Kvöld 5 – 8 stigahæstu keppa og spilaðir eru 4 leikir 

kvöld 6 – Verða spiluð undanúrslit. 2 leikir 

Kvöld 7 – Úrslitaleikurinn. Bullseye 


8. nóvember verðum við á Bullseye og hvetjum við alla að mæta, hvetja sinn uppáhalds keppanda og hafa gaman saman það skiptir öllu. Frítt inn !!

ÍPS óskar Halla Egils til hamingju með sigurinn. 

Þakkir til Matta, Alex Mána, Hólmars og Björns Steinars fyrir sitt framlag.