- Þessum viðburði er lokið
301 Íslandsmót
10. september 2023 kl. 10:00 - 18:00
Íslandsmótið í 301 verður haldið í aðstöðu Pílufélags Grindavíkur helgina 9 – 10. september 2023. Þátttökurétt hafa allir skráðir félgasmenn aðildarfélaga ÍPS. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum í einmenning og tvímenning og dregið verður af handahófi í alla riðla.
Laugardagurinn 9. sept
Riðlakeppni og útsláttur í tvímenning karla og kvenna. Húsið opnar kl. 09:00. Fyrstu riðlar byrja að spila kl. 11:00. Best af 5 í riðlum. Staðfesta þarf skráningu hjá mótstjórn að lágmarki 45 mín fyrir upphaf riðlakeppni.
Sunnudagur 10. sept
Riðlakeppni og útsláttur í einmenning karla og kvenna. Húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf mætingu hjá mótstjórn að lágmarki 45 mín fyrir upphaf mótsins. Fyrstu leikir í riðlum byrja kl. 11:00. Best af 5 í riðlakeppni. Best af 7 í útslætti fram að undanúrslitum en þar er spilað best af 9. Úrslitaleikir eru best af 11.
Skráning og greiðsla:
Skráning er hafin og skráningarfrestur er til kl. 18:00, fimmtudaginn 7. september 2023. ATH! sitthvort skráningarformið er fyrir einmennings- og tvímenningskeppni. Skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða þátttökugjald. Ef þátttökugjald er ekki greitt á réttum tíma bætist við 500kr refsigjald.
Þátttökugjald er 4.000kr. á mann í einmenningskeppni og 4.000 kr. á lið í tvímenningskeppni og er eingöngu hægt að millifæra á: Kt. 470385-0819 Reikningsnúmer: 0301-26-014567
Ef þú átt inneign og vilt nýta hana sendu okkur póst á dart@dart.is. Hægt er að skoða inneignarstöðuna HÉR
Reglur um afskráningu í mótum ÍPS, endurgreiðslur og inneignir er hægt að skoða HÉR
Skráðir keppendur: Einmenningur | Tvímenningur
Skráning í einmenning (sunnudagur)
Skráning í tvímenning (laugardagur)