
Dartung 1 – 2025
9. mars kl. 10:00 - 17:00
1500 kr.Fyrsta umferð DARTUNG 2025 verður haldið í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar upp á Ásbrú í Reykjanesbæ á sunnudaginn 9. mars. Keilisbraut 755, 262 Reykjanesbæ
Húsið opnar kl. 10:00 og byrjað verður að spila kl. 11:00.
Allir pílukastarar á aldrinum 9-18 ára (fæddir 2007-2016) geta tekið þátt í þessari mótaröð en spiluð verða 4 mót á árinu 2025. Stig verða gefin fyrir árangur og 12 mánaða rúllandi stigalisti mun halda utan um árangur allra keppenda.
Stigameistarar í öllum flokkum fá einnig verðlaun eftir mótið.
Mótaröðin verður aldurs- og kynjaskipt ef næg þátttaka fæst og spilaðir verða riðlar + útsláttur.
DARTUNG verður skipt í aldurshópana 9-13 ára og 14-18 ára. Miðað er við árið og eru því allir krakkar sem eru orðnir 9 ára á árinu velkomnir og unglingar sem verða 18 ára á þessu ári fá einnig þátttökurétt á mótaröðinni.
Þátttökugjald verður 1500 kr. pr. keppanda.
Stig verða gefin fyrir árangur í mótunum og verða þau sem hér segir:
1 sæti: 30 stig
2 sæti: 20 stig
3.-4. sæti: 15 stig
5.-8. sæti: 10 stig
9.-16. sæti: 5 stig
Hægt er að skrá sig núna og það opnast á mánudaginn að sjá “Skráða keppendur”.
Hægt verður að skrá sig til hádegis á föstudaginn 7. mars.